Erlent

Zayn Malik sýnir Palestínu stuðning sinn á Twitter

Karl Ólafur Halllbjörnsson skrifar
Poppstjarnan hefur vakið mikla athygli fyrir tíst sitt.
Poppstjarnan hefur vakið mikla athygli fyrir tíst sitt. Vísir/Getty
Zayn Malik tísti á Twitter-síðu sinni undir umræðumerkinu (e. hashtag) #FreePalestine. Gefur það í ljós samstöðu hans með Palestínu, nú er Ísraelsher herjar á Gaza-svæðið.

Malik er meðlimur popphljómsveitarinnar geysivinsælu One Direction, og er því með einhverja þrettán milljón fylgjendur á Twitter.

Tístið fékk 140 þúsund endurvörp (e. Retweet) og næstum jafn mörg lof (e. Favorite) innan rúmrar klukkustundar.

Ekki fór tístið þó fór ekki vel í alla fylgjendur Malik, en það fór sérstaklega illa í ísraelska aðdáendur hans. Bálreiðir aðdáendurnir senda honum stanslaust svör.

Eitt þeirra sem léttvægara var hljómaði eitthvað á þennan veg:

„Þú átt aðdáendur í Ísrael. Það hryggir mig að eitt átrúnaðargoða minna vilji sjá mig dauða."

Sumir hverjir hafa jafnvel ráðlagt Malik að fremja sjálfsmorð, eða hótað honum hreinu og beinu lífláti.

Hér fyrir neðan má sjá upprunalegt tíst Malik:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×