Viðskipti erlent

Malaysia Airlines íhugar nafnabreytingu

Atli Ísleifsson skrifar
Flugfélagið íhugar nú að fljúga til nýrra áfangastaða, taka upp nýtt nafn og merki og að leggja algert bann við að flug yfir átakasvæði.
Flugfélagið íhugar nú að fljúga til nýrra áfangastaða, taka upp nýtt nafn og merki og að leggja algert bann við að flug yfir átakasvæði. Vísir/AP
Malaysia Airlines íhugar nú að breyta um nafn og merki flugfélagsins. Síðustu mánuðir hafa reynst flugfélaginu mjög erfiðir en MH370 vél flugfélagsins hvarf þann 8. mars síðastliðinn með 239 farþega innanborðs og MH17 var svo skotin niður með 298 manns um borð í austurhluta Úkraínu þann 17. júlí.

Í frétt Verdens Gang segir að Malaysia Airlines hafi breytt flugnúmerum á flugleiðunum eftir harmleikina og stendur nú til að ráðast í frekari breytingar.

Farþegafjöldi hefur minnkað mikið og hefur sala í Kína til að mynda minnkað um 60 prósent frá seinni harmleiknum. Íhugar flugfélagið að fljúga til nýrra áfangastaða, taka upp nýtt nafn og leggja algert bann við flug yfir átakasvæði.

Búist er við að nýtt nafn og merki verði kynnt með haustinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×