Erlent

Yfir þúsund látnir í átökunum á Gasa

vísir/ap
Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu fullyrða nú að fleiri en eitt þúsund manns hafi fallið í loftárásum og öðrum aðgerðum Ísraelsher sem hófust þann áttunda júlí síðastliðinn. Hátt í hundrað lík hafa fundist í húsarústum á Gasasvæðinu í dag eftir að tólf klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísrael tók gildi klukkan fimm í morgun.

Þúsundir Palestínumanna hafa nú fengið tækifæri til að skoða sig um, rústir einar blasa við mörgum. Fréttaveita AP greinir frá því að óbreyttir borgara aðstoði björgunarmenn við að grafa upp lík. Vopnahléið verður notað til að koma nauðsynjum á svæðið en einnig til að tryggja innviði Gasaborgar en vatns- og rafmagnslaust hefur verið á stórum svæðum undanfarna daga.

Utanríkisráðherrar sjö þjóðríkja, þar á meðal Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands, funda nú í París um framhaldið. Þeir hafa óskað eftir því að vopnahléið verði framlengt. Talið er að um sex þúsund manns hafi særst í loftárásum Ísraelshers. Sameinuðu Þjóðirnar áætla að um hundrað og sextíu þúsund manns hafi leitað skjóls í byggingum samtakanna síðustu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×