Erlent

Samþykkja tímabundið vopnahlé á Gaza

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Stjórnvöld í Ísrael og Hamas-samtökin samþykktu í kvöld tólf klukkustunda vopnahlé á Gazasvæðinu. Vopnahléið hefst klukkan fimm í fyrramálið að íslenskum tíma.

Ísraelsmenn höfnuðu fyrr í dag vopnahléstillögu John Kerry utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna. Tillagan fól í sér tímabundið vopnahlé á Gazasvæðinu til að gefa deiluaðilum tíma til að komast að friðarsamkomulagi.

Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna hafa nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur og eru þau blóðugustu í áraraðir. Yfir átta hundruð Palestínumenn, flestir þeirra óbreyttir borgarar, og þrjátíu og sex Ísraelar liggja nú í valnum og þúsundir eru særðir.


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra fordæmir ofbeldi á Gaza

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Ísraels bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza.

"Þetta er bara slátrun“

Íslensk hjón sem störfuðu sem sjálfboðaliðar á Vesturbakkanum segja ástandið þar skelfilegt og bæði börn og fullorðnir lifi í stöðugum ótta. Ofan á tíðar árásir sé heilsugæsla takmörkuð og vantsskortur mikill.

Ban Ki-Moon vill tafarlaust vopnahlé á Gaza

Ban Ki-Moon segist syrgja með Palestínumönnum vegna mikils mannsfalls og fjölda særðra á Gaza en hann skilji líka ótta Ísraelsmanna og styðji þeirra til að verja sig.

Átökin sjást úr geimnum

Sjötti dagurinn í landhernaði Ísraela virðist hafa verið sá skæðasti ef marka má mynd sem tekin er úr alþjóðlegu geimstöðinni.

Ísraelsmenn hafna vopnahléstillögu

Ísraelsmenn höfnuðu í dag vopnahléstillögu John Kerry utanríkísmálaráðherra Bandaríkjanna. Tillagan fól í sér tímabundið vopnahlé á Gazasvæðinu til að gefa deiluaðilum tíma til að komast að friðarsamkomulagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×