Ísraelsmenn hafna vopnahléstillögu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2014 18:23 Átökin eru þau blóðugustu í áraraðir. vísir/afp Ísraelsmenn höfnuðu í dag vopnahléstillögu John Kerry utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna. Tillagan fól í sér tímabundið vopnahlé á Gazasvæðinu til að gefa deiluaðilum tíma til að komast að friðarsamkomulagi. Kerry fundaði í dag með egypskum ráðamönnum og Ban Ki-moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þegar tillagan var í smíðum Ban Ki-moon lagði jafnframt til að hlé yrði gert á árásunum af mannúðarástæðum fram yfir Eid al-Fitr hátíð múslima. Ekki hefur borist svar frá Hamas samtökunum varðandi fyrirhugað vopnahlé, en ljóst er að samtökin munu ekki semja án skilyrða. Skilyrði þeirra lúta einna helst að því að opnað verði fyrir landamæri Gasastrandarinnar að nýju. Ísraels og Palestínumenn hafa nú barist á Gaza í næstum þrjár vikur. Átökin eru þau blóðugustu í áraraðir en talið er að stærstur hluti hinna látnu séu konur og börn. Ekkert lát er á sprengjuárásum Ísraelshers, en um hundrað Palestínumenn létu lífið í gær eftir að sprengjum var varpað á íbúðarhús og skóla Sameinuðu Þjóðanna, sem var yfirfullur af flóttafólki sem hafði leitað þar skjóls. Samkvæmt upplýsingum breska ríkisútvarpsins hafa þrjátíu og sex ísraelskir hermenn látist síðan árásirnar hófust í fyrir tæplega þremur vikum, þar af þrjátíu og þrír hermenn. Yfir tíu þúsund manns mótmæltu á Vesturbakkanum í nótt og gengu flyktu liði í átt að Austur-Jerúsalem. Til harðra átaka kom á milli mótmælenda og ísraelskra hermanna þar sem fjórir Palestínumenn létust og tugir særðust. Ísraelsk hernaðaryfirvöld segja mótmælendur hafa grýtt grjóthnullungum að hermönnunum og lokað vegum með brennandi dekkjum. Sprengjuárásum Ísraelsmanna hefur verið mótmælt víða um heim.vísir/afpvísir/afpvísir/afp Innlegg frá FB Newswire. Innlegg frá FB Newswire. Gasa Tengdar fréttir Ísraelsk stjórnvöld reyna að hafa áhrif á umræðuna Ráðamenn hafa fengið 400 sjálfboðaliða til að skrifa á samskiptamiðla um átökin og hafa þannig áhrif á almenningsálitið. 21. júlí 2014 19:23 Óvíst hvort viðræður beri árangur Tilraunir að koma á vopnahléi milli Ísraelsmanna og vopnaðra meðlima Hamas eru í fullum gangi. 25. júlí 2014 16:17 Mesta mannfall á Gaza frá því átökin hófust 87 Palestínumenn hafa fallið í hörðum átökum við Ísraelsher á svæði við landamærin að Ísrael. Þá féllu 13 ísraelskir hermenn í átökunum en þetta er mesta mannfall sem orðið hefur á einum sólarhring frá því átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum. 20. júlí 2014 16:56 15 látnir á Gaza eftir árás Ísraela á skóla SÞ Nokkur hundruð Palestínumenn höfðu leitað skjóls í skólanum undan árásum Ísraelshers. Að minnsta kosti 150 manns eru slasaðir. 24. júlí 2014 14:40 Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 Segir mögulegt að Ísraelsmenn hafi gerst sekir um stríðglæpi Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt hernaðaraðgerðir Ísraela á Gazaströndinni og segir möguleika á að stríðsglæpir hafi þar verið framdir. 23. júlí 2014 13:34 Ísraelsmenn gramir vegna flugbanns á Tel Aviv Bandarísk og evrópsk flugfélög hafa hætt tímabundið að fljúga til Tel Aviv eftir að eldflaugar Hamas sprungu skammt frá flugvelli borgarinnar í gær. 23. júlí 2014 20:47 Hjálparstarfsmenn á Gaza örmagna Khalil Abu Foul, yfirmaður Rauða hálfmánans á Gaza sagði í fréttum stöðvar tvo hjálparstarfið mjög laskað. Um sextíu hjálparsveitarmannanna eru særðir og vinna á nokkurrar verndar. Khalil segir þá örmagna. Tíu sjúkrabílar eru skemmdir og sumir þeirra gjörónýtir og hjálpargögn núna af skornum skammti. 21. júlí 2014 18:53 Ban Ki-Moon vill tafarlaust vopnahlé á Gaza Ban Ki-Moon segist syrgja með Palestínumönnum vegna mikils mannsfalls og fjölda særðra á Gaza en hann skilji líka ótta Ísraelsmanna og styðji þeirra til að verja sig. 23. júlí 2014 14:15 Slit stjórnmálasambands áfram til umfjöllunar Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í gær, meðal annars til að ræða það hvort slíta ætti sambandinu vegna ástandsins á Gasasvæðinu. 25. júlí 2014 07:30 Átökin sjást úr geimnum Sjötti dagurinn í landhernaði Ísraela virðist hafa verið sá skæðasti ef marka má mynd sem tekin er úr alþjóðlegu geimstöðinni. 23. júlí 2014 23:48 Sjúkrahúsið illa leikið eftir árásir Ísraelsmanna Fjórir hið minnsta létust og fimmtán særðust eftir að Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahúsið. Myndbandið sýnir hvernig um var að litast í byggingunni. 22. júlí 2014 00:05 Sameinuðu þjóðirnar láta rannsaka stríðsglæpi á Gaza Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ákvað á neyðarfundi í gær að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza. Netanyahu gagnrýnir ákvörðunina harðlega. 24. júlí 2014 12:14 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Ísraelsmenn höfnuðu í dag vopnahléstillögu John Kerry utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna. Tillagan fól í sér tímabundið vopnahlé á Gazasvæðinu til að gefa deiluaðilum tíma til að komast að friðarsamkomulagi. Kerry fundaði í dag með egypskum ráðamönnum og Ban Ki-moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þegar tillagan var í smíðum Ban Ki-moon lagði jafnframt til að hlé yrði gert á árásunum af mannúðarástæðum fram yfir Eid al-Fitr hátíð múslima. Ekki hefur borist svar frá Hamas samtökunum varðandi fyrirhugað vopnahlé, en ljóst er að samtökin munu ekki semja án skilyrða. Skilyrði þeirra lúta einna helst að því að opnað verði fyrir landamæri Gasastrandarinnar að nýju. Ísraels og Palestínumenn hafa nú barist á Gaza í næstum þrjár vikur. Átökin eru þau blóðugustu í áraraðir en talið er að stærstur hluti hinna látnu séu konur og börn. Ekkert lát er á sprengjuárásum Ísraelshers, en um hundrað Palestínumenn létu lífið í gær eftir að sprengjum var varpað á íbúðarhús og skóla Sameinuðu Þjóðanna, sem var yfirfullur af flóttafólki sem hafði leitað þar skjóls. Samkvæmt upplýsingum breska ríkisútvarpsins hafa þrjátíu og sex ísraelskir hermenn látist síðan árásirnar hófust í fyrir tæplega þremur vikum, þar af þrjátíu og þrír hermenn. Yfir tíu þúsund manns mótmæltu á Vesturbakkanum í nótt og gengu flyktu liði í átt að Austur-Jerúsalem. Til harðra átaka kom á milli mótmælenda og ísraelskra hermanna þar sem fjórir Palestínumenn létust og tugir særðust. Ísraelsk hernaðaryfirvöld segja mótmælendur hafa grýtt grjóthnullungum að hermönnunum og lokað vegum með brennandi dekkjum. Sprengjuárásum Ísraelsmanna hefur verið mótmælt víða um heim.vísir/afpvísir/afpvísir/afp Innlegg frá FB Newswire. Innlegg frá FB Newswire.
Gasa Tengdar fréttir Ísraelsk stjórnvöld reyna að hafa áhrif á umræðuna Ráðamenn hafa fengið 400 sjálfboðaliða til að skrifa á samskiptamiðla um átökin og hafa þannig áhrif á almenningsálitið. 21. júlí 2014 19:23 Óvíst hvort viðræður beri árangur Tilraunir að koma á vopnahléi milli Ísraelsmanna og vopnaðra meðlima Hamas eru í fullum gangi. 25. júlí 2014 16:17 Mesta mannfall á Gaza frá því átökin hófust 87 Palestínumenn hafa fallið í hörðum átökum við Ísraelsher á svæði við landamærin að Ísrael. Þá féllu 13 ísraelskir hermenn í átökunum en þetta er mesta mannfall sem orðið hefur á einum sólarhring frá því átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum. 20. júlí 2014 16:56 15 látnir á Gaza eftir árás Ísraela á skóla SÞ Nokkur hundruð Palestínumenn höfðu leitað skjóls í skólanum undan árásum Ísraelshers. Að minnsta kosti 150 manns eru slasaðir. 24. júlí 2014 14:40 Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 Segir mögulegt að Ísraelsmenn hafi gerst sekir um stríðglæpi Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt hernaðaraðgerðir Ísraela á Gazaströndinni og segir möguleika á að stríðsglæpir hafi þar verið framdir. 23. júlí 2014 13:34 Ísraelsmenn gramir vegna flugbanns á Tel Aviv Bandarísk og evrópsk flugfélög hafa hætt tímabundið að fljúga til Tel Aviv eftir að eldflaugar Hamas sprungu skammt frá flugvelli borgarinnar í gær. 23. júlí 2014 20:47 Hjálparstarfsmenn á Gaza örmagna Khalil Abu Foul, yfirmaður Rauða hálfmánans á Gaza sagði í fréttum stöðvar tvo hjálparstarfið mjög laskað. Um sextíu hjálparsveitarmannanna eru særðir og vinna á nokkurrar verndar. Khalil segir þá örmagna. Tíu sjúkrabílar eru skemmdir og sumir þeirra gjörónýtir og hjálpargögn núna af skornum skammti. 21. júlí 2014 18:53 Ban Ki-Moon vill tafarlaust vopnahlé á Gaza Ban Ki-Moon segist syrgja með Palestínumönnum vegna mikils mannsfalls og fjölda særðra á Gaza en hann skilji líka ótta Ísraelsmanna og styðji þeirra til að verja sig. 23. júlí 2014 14:15 Slit stjórnmálasambands áfram til umfjöllunar Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í gær, meðal annars til að ræða það hvort slíta ætti sambandinu vegna ástandsins á Gasasvæðinu. 25. júlí 2014 07:30 Átökin sjást úr geimnum Sjötti dagurinn í landhernaði Ísraela virðist hafa verið sá skæðasti ef marka má mynd sem tekin er úr alþjóðlegu geimstöðinni. 23. júlí 2014 23:48 Sjúkrahúsið illa leikið eftir árásir Ísraelsmanna Fjórir hið minnsta létust og fimmtán særðust eftir að Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahúsið. Myndbandið sýnir hvernig um var að litast í byggingunni. 22. júlí 2014 00:05 Sameinuðu þjóðirnar láta rannsaka stríðsglæpi á Gaza Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ákvað á neyðarfundi í gær að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza. Netanyahu gagnrýnir ákvörðunina harðlega. 24. júlí 2014 12:14 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld reyna að hafa áhrif á umræðuna Ráðamenn hafa fengið 400 sjálfboðaliða til að skrifa á samskiptamiðla um átökin og hafa þannig áhrif á almenningsálitið. 21. júlí 2014 19:23
Óvíst hvort viðræður beri árangur Tilraunir að koma á vopnahléi milli Ísraelsmanna og vopnaðra meðlima Hamas eru í fullum gangi. 25. júlí 2014 16:17
Mesta mannfall á Gaza frá því átökin hófust 87 Palestínumenn hafa fallið í hörðum átökum við Ísraelsher á svæði við landamærin að Ísrael. Þá féllu 13 ísraelskir hermenn í átökunum en þetta er mesta mannfall sem orðið hefur á einum sólarhring frá því átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum. 20. júlí 2014 16:56
15 látnir á Gaza eftir árás Ísraela á skóla SÞ Nokkur hundruð Palestínumenn höfðu leitað skjóls í skólanum undan árásum Ísraelshers. Að minnsta kosti 150 manns eru slasaðir. 24. júlí 2014 14:40
Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30
Segir mögulegt að Ísraelsmenn hafi gerst sekir um stríðglæpi Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt hernaðaraðgerðir Ísraela á Gazaströndinni og segir möguleika á að stríðsglæpir hafi þar verið framdir. 23. júlí 2014 13:34
Ísraelsmenn gramir vegna flugbanns á Tel Aviv Bandarísk og evrópsk flugfélög hafa hætt tímabundið að fljúga til Tel Aviv eftir að eldflaugar Hamas sprungu skammt frá flugvelli borgarinnar í gær. 23. júlí 2014 20:47
Hjálparstarfsmenn á Gaza örmagna Khalil Abu Foul, yfirmaður Rauða hálfmánans á Gaza sagði í fréttum stöðvar tvo hjálparstarfið mjög laskað. Um sextíu hjálparsveitarmannanna eru særðir og vinna á nokkurrar verndar. Khalil segir þá örmagna. Tíu sjúkrabílar eru skemmdir og sumir þeirra gjörónýtir og hjálpargögn núna af skornum skammti. 21. júlí 2014 18:53
Ban Ki-Moon vill tafarlaust vopnahlé á Gaza Ban Ki-Moon segist syrgja með Palestínumönnum vegna mikils mannsfalls og fjölda særðra á Gaza en hann skilji líka ótta Ísraelsmanna og styðji þeirra til að verja sig. 23. júlí 2014 14:15
Slit stjórnmálasambands áfram til umfjöllunar Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í gær, meðal annars til að ræða það hvort slíta ætti sambandinu vegna ástandsins á Gasasvæðinu. 25. júlí 2014 07:30
Átökin sjást úr geimnum Sjötti dagurinn í landhernaði Ísraela virðist hafa verið sá skæðasti ef marka má mynd sem tekin er úr alþjóðlegu geimstöðinni. 23. júlí 2014 23:48
Sjúkrahúsið illa leikið eftir árásir Ísraelsmanna Fjórir hið minnsta létust og fimmtán særðust eftir að Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahúsið. Myndbandið sýnir hvernig um var að litast í byggingunni. 22. júlí 2014 00:05
Sameinuðu þjóðirnar láta rannsaka stríðsglæpi á Gaza Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ákvað á neyðarfundi í gær að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza. Netanyahu gagnrýnir ákvörðunina harðlega. 24. júlí 2014 12:14