Erlent

Ísraelsmenn hafna vopnahléstillögu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Átökin eru þau blóðugustu í áraraðir.
Átökin eru þau blóðugustu í áraraðir. vísir/afp
Ísraelsmenn höfnuðu í dag vopnahléstillögu John Kerry utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna. Tillagan fól í sér tímabundið vopnahlé á Gazasvæðinu til að gefa deiluaðilum tíma til að komast að friðarsamkomulagi.

Kerry fundaði í dag með egypskum ráðamönnum og Ban Ki-moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þegar tillagan var í smíðum Ban Ki-moon lagði jafnframt til að hlé yrði gert á árásunum af mannúðarástæðum fram yfir Eid al-Fitr hátíð múslima.

Ekki hefur borist svar frá Hamas samtökunum varðandi fyrirhugað vopnahlé, en ljóst er að samtökin munu ekki semja án skilyrða. Skilyrði þeirra lúta einna helst að því að opnað verði fyrir landamæri Gasastrandarinnar að nýju.

Ísraels og Palestínumenn hafa nú barist á Gaza í næstum þrjár vikur. Átökin eru þau blóðugustu í áraraðir en talið er að stærstur hluti hinna látnu séu konur og börn. Ekkert lát er á sprengjuárásum Ísraelshers, en um hundrað Palestínumenn létu lífið í gær eftir að sprengjum var varpað á íbúðarhús og skóla Sameinuðu Þjóðanna, sem var yfirfullur af flóttafólki sem hafði leitað þar skjóls. Samkvæmt upplýsingum breska ríkisútvarpsins hafa þrjátíu og sex ísraelskir hermenn látist síðan árásirnar hófust í fyrir tæplega þremur vikum, þar af þrjátíu og þrír hermenn.

Yfir tíu þúsund manns mótmæltu á Vesturbakkanum í nótt og gengu flyktu liði í átt að Austur-Jerúsalem. Til harðra átaka kom á milli mótmælenda og ísraelskra hermanna þar sem fjórir Palestínumenn létust og tugir særðust. Ísraelsk hernaðaryfirvöld segja mótmælendur hafa grýtt grjóthnullungum að hermönnunum og lokað vegum með brennandi dekkjum. Sprengjuárásum  Ísraelsmanna hefur verið mótmælt víða um heim.

vísir/afp
vísir/afp
vísir/afp

Tengdar fréttir

Mesta mannfall á Gaza frá því átökin hófust

87 Palestínumenn hafa fallið í hörðum átökum við Ísraelsher á svæði við landamærin að Ísrael. Þá féllu 13 ísraelskir hermenn í átökunum en þetta er mesta mannfall sem orðið hefur á einum sólarhring frá því átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum.

Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa

Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael.

Hjálparstarfsmenn á Gaza örmagna

Khalil Abu Foul, yfirmaður Rauða hálfmánans á Gaza sagði í fréttum stöðvar tvo hjálparstarfið mjög laskað. Um sextíu hjálparsveitarmannanna eru særðir og vinna á nokkurrar verndar. Khalil segir þá örmagna. Tíu sjúkrabílar eru skemmdir og sumir þeirra gjörónýtir og hjálpargögn núna af skornum skammti.

Ban Ki-Moon vill tafarlaust vopnahlé á Gaza

Ban Ki-Moon segist syrgja með Palestínumönnum vegna mikils mannsfalls og fjölda særðra á Gaza en hann skilji líka ótta Ísraelsmanna og styðji þeirra til að verja sig.

Átökin sjást úr geimnum

Sjötti dagurinn í landhernaði Ísraela virðist hafa verið sá skæðasti ef marka má mynd sem tekin er úr alþjóðlegu geimstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×