Erlent

Útvarpsfrétt með nöfnum látinna palestínskra barna ritskoðuð

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Ísraelsk þota flýgur yfir palestínsk-ísraelsku landamærin.
Ísraelsk þota flýgur yfir palestínsk-ísraelsku landamærin. Vísir/AFP
Ísraelsk stofnun sem hefur umsjón með útvarpsútsendingum hefur ritskoðað útvarpssendingu þar sem látin palestínsk börn af Gaza svæðinu voru nafngreind.

Slökkt var á útsendingunni á þeim forsendum að hún gæti valdið „pólitískum ágreiningi“.

Ísraelsku mannréttindasamtökin B‘Tselem  stóðu fyrir útsendingunni, og þegar henni var lokað áfrýjuðu þau ákvörðun stjórnvalda, en það kom fyrir ekkert undir lok.

„Hingað til hafa fleiri en 600 manns látist í sprengingum Ísraelshers á Gaza, og meira en 150 þeirra látnu eru börn. Fyrir utan stutta frásögn um tölu látinna hafa ísraelskir fjölmiðlar næstum algjörlega sleppt nokkurri umfjöllun um málið,“ segir í yfirlýsingu B‘Tselem.

Mannréttindasamtökin ætla sér að leggja fram formlega beiðni fyrir hæstarétt Ísraels á sunnudag, og biðja um að banninu verði lyft og þau geti haldið áfram útsendingum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×