Erlent

Drepnir við mótmæli á Vesturbakkanum

Jakob Bjarnar skrifar
Særður mótmælandi á leið á sjúkrahús í Ramallah í gær, en herlið Ísraela brást ókvæða við mótmælaaðgerðum með þeim afleiðingum að tveir eru látnir og tvö hundruð manns eru særðir.
Særður mótmælandi á leið á sjúkrahús í Ramallah í gær, en herlið Ísraela brást ókvæða við mótmælaaðgerðum með þeim afleiðingum að tveir eru látnir og tvö hundruð manns eru særðir. ap
Að minnsta kosti tveir Palestínumenn létust þegar þeir voru við að mótmæla hernaðaraðgerðum Ísreaelsmanna á Gasa. Þetta segja yfirvöld.

Að minnsta kosti tíu þúsund mótmælendur örkuðu frá Ramallah að austanverðri Jerúsalem. En þar mættu þeim af mikilli hörku herlið Ísraelsmanna. Um 200 mótmælendanna eru særðir eftir þau viðskipti.

Meðan þessu fór fram héldu tölur yfir særða og fallna að hækka; yfir 800 Palestínumenn hafa nú verið drepnir og 33 Ísraelsmenn eftir að átök brutust út á svæðinu fyrir um hálfum mánuði.

Ísraelsk hernaðaryfirvöld staðfestu að herlið þeirra hafi gripið til aðgerða, en það var til að bregðast við óeirðum. Mótmælendur á Vesturbakkanum hafi grýtt grjóthnullungum að hermönnunum og lokað vegum með brennandi dekkjum.

Benjamin Netanyahu sagði í gær að hann harmaði það að svo margir óbreyttir Palestínumenn hafi fallið og raun ber vitni en þessi dauðsföll væru öll á ábyrgð Hamas-samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×