Erlent

Belgískt kaffihús bannar gyðinga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skiltið sem um ræðir.
Skiltið sem um ræðir.
Belgískur vegfarandi kvartaði til yfirvalda í borginni Liege í gær vegna skiltis sem eigandi kaffihúss hafði komið fyrir í glugga sínum þar sem á stóð að fólk af gyðingaættum mætti ekki koma inn fyrir hússins dyr.

Maðurinn er hluti af samtökum þar í landi sem berjast gegn gyðingaandúð og samtökin, LBCA, hafa nú farið fram á að þeir sem komu tilkynningu fyrir, sem er bæði rituð á frönsku og tyrknesku, verði sóttir til saka.

„Hundar eru leyfðir í byggingunni en ekki gyðingar undir nokkrum kringumstæðum,“ stendur á skiltinu á tyrknesku. Á franska hluta skiltisins hefur orðinu „gyðingar“ verið skipt út fyrir „Zíonistar“.

Í kjölfar kvartana LBCA kom lögreglumaður og fjarlægði skiltið og staðfesti frásögn samtakana. Í glugganum var einnig búið að koma fyrir palestínska fánanum og þeim ísraelska sem búið var að krossa yfir og vefja með palestínuklút.

Gyðingaandúð eykst í Evrópu

Verslunareigandi í Antwerpen neitaði í síðustu viku að selja konu af gyðingaættum föt „í mótmælaskyni“.  Andúð á gyðingum hefur fengið byr undir báða vængi á síðustu vikum í kjölfar átakana á Gaza-svæðinu.

Í París hafa verslanir verið brenndar til grunna og ráðist hefur verið á bænahús gyðinga. Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu sendu frá sér yfirlýsingu í upphafi vikunnar þar sem þeir fordæmu árásir á hendur gyðingum í Vestur-Evrópu.

Oft hefur verið minnst á hina svokölluðu „Kristallnacht“ í þessu samhengi en þá réðust menn að gyðingum og verslunum í eigu þeirra í Þýskalandi og Austuríki aðfaranótt 10. nóvember árið 1938.


Tengdar fréttir

Gordíonshnútur Gaza-svæðisins

Nú standa yfir miklar deilur milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Deilan um Palestínu hefur verið heimsfriðnum hættulegri en flest önnur deilumál síðustu áratuga.

Þrýstingur eykst um að friður komist á

Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir.

Gyðingar og Arabar taka höndum saman

Myndir með merkingunni #JewsAndArabsRefuseToBeEnemies eru fyrirferðamiklar á samfélagsmiðlum þessa dagana í kjölfar átakana á Gaza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×