Innlent

Salmann í ísraelskum miðli: „Farið til helvítis, ef guð lofar“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Salmann Tamimi og ummælin.
Salmann Tamimi og ummælin.
„Farið til helvítis, ef guð lofar. Vinir ykkar munu fylgja ykkur þangað. Frjáls Palestína. Megi Hamas og Jihad Islami sigra.“ Þessi ummæli lét Salmann Tamimi falla í athugasemdakerfi vefsíðu Jerusalem Post, við frétt um útför ísraelskra hermanna. Hermennirnir létust í átökum á Gaza-svæðinu.

Í samtali við Vísi segist Salmann standa við þessi ummæli sín. „Já, menn eru að kalla hermennina hetjur. Þetta eru ekki hetjur. Þetta eru morðingjar sem eru að drepa börnin okkar. Ég sagði þeim bara að fara til helvítis.“

Hér má sjá skjáskot af ummælunum.Vísir/Skjáskot
Salmann óskar þess að Hamas-samtökin og Jihad Islami vinni sigur í átökunum. „Já, ég óska þess. Þeir eru fulltrúar Palestínu. Ég vona að þeir sigri, burtséð frá minni afstöðu til Hamas. Ísraelsku hermennirnir eru ekkert að drepa Hamas-liða, þeir eru að drepa saklausa borgara. Ég hef áður tjáð mig um þessi mál í athugasemdakerfi erlendra fréttamiðla. Ég hef bent á að Ísrael sé ekki að hlýða ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Ef þeir myndu gera það væri Hamas jafnvel ekki til.“

Salmann segist enn og aftur standa við ummæli sín: „Ég vorkenni ekki glæpamönnum sem drepa saklausa borgara.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×