Erlent

Átökin sjást úr geimnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VÍSIR/AFP/TWITTER
Ísraelski herinn heldur árásum sínum á Gaza-svæðið áfram, þrátt fyrir þráláta kröfu um vopnahlé. Dagurinn í dag markar sjötta daga landhernaðar Ísraela á Gaza. 

Þýskur geimfari um borð í alþjóðlegu geimstöðinni birti mynd á Twitter-síðu sinni af átakasvæðinu í kvöld. Hana má sjá hér að neðan en geimfarinn, Alexander Gerst, segir að sprengingar og flugskeyti sjáist nú úr geimnum. Efst á myndinni er Miðjarðarhaf, norður er til hægri og suður til vinstri.

Hermenn IDF skutu meðal annars á eina orkuver Gaza í dag ásamt því að halda úti kröftugum loftárásum á Khan Younis með þeim afleiðingum að sex manns létu lífið og að minnsta kosti 20 særðust. Hafa því  um 655 manns látið lífið síðan átökin hófust, þar af 160 börn. Rúmlega 4220 manns hafa særst.

Samkvæmt yfirvöldum á Gaza hafa 475 hús verið lögð í eyði og önnur 2600 skemmst svo einhverju nemur frá því að átökin hófust. Ísraelski herinn hefur einnig skotið á 46 skóla, 56 moskur og sjö sjúkrahús.

Alls féllu þrír ísraelskir hermenn í átökum dagsins. Hafa því alls 32 hermenn úr röðum IDF látið lífið. Tælenskur bóndi í Ísrael féll einnig eftir að hafa orðið fyrir loftskeyti Hamas. 

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur nú yfirgefið Ísrael eftir að hafa setið fundi með Mahmoud Abbas, forseti Paelstínu og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.  Engar kúvendingar virðist í vændum á afstöðu ríkjanna til átakana og því litlar líkur taldar á vopnahlé að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Sprengjum enn varpað á sjúkrahús

Fjórir hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir að sprengjum Ísraelshers var varpað á al-Aqsa Martys sjúkrahúsið í Deir al-Balah á Gaza í dag.

Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa

Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael.

Ban Ki-Moon vill tafarlaust vopnahlé á Gaza

Ban Ki-Moon segist syrgja með Palestínumönnum vegna mikils mannsfalls og fjölda særðra á Gaza en hann skilji líka ótta Ísraelsmanna og styðji þeirra til að verja sig.

Þrýstingur eykst um að friður komist á

Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir.

Gyðingar og Arabar taka höndum saman

Myndir með merkingunni #JewsAndArabsRefuseToBeEnemies eru fyrirferðamiklar á samfélagsmiðlum þessa dagana í kjölfar átakana á Gaza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×