Gunnar Páll: Hef ekki séð Anítu hlaupa svona áður Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2014 21:44 Aníta á sprettinum í dag. vísir/getty „Ég hef ekki upplifað að sjá Anítu hlaupa svona síðustu 200 metrana,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari AnítuHinriksdóttur, í samtali við Vísi, en Aníta komst í úrslit í 800 metra hlaupi á HM U19 í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta var skilin eftir í fyrri undanúrslitariðlinum á síðustu 100 metrunum, en hún kom í mark á tímanum 2:04,99 sem er tæpum fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hún komst samt sem áður í úrslit með sjötta besta tímann. „Aníta hefur alltaf klárað sín hlaup mjög vel þannig við verðum bara að líta á þetta sem slæman dag og byrja einbeita okkur að úrslitahlaupinu á morgun. Miðað við æfingar á hún að ráða vel við hraðann í hlaupi eins og í þessu, en það vantaði bara hjá henni að vera ákveðnari. Hún var ekki að rúlla nógu vel fyrir endasprettinn,“ segir Gunnar Páll, en honum fannst hlaupadrottningin unga einnig vera að hugsa alltof mikið um hvað hinar stúlkurnar voru að gera. „Hún var of mikið að bíða eftir því að sjá hvað hinar gerðu og ekki að hlaupa sitt hlaup nógu vel. Aníta var komin út úr sínum stíl og notaði stór og hæg skref. Það vantaði þessa keyrslu sem hún er vanalega með. Hún verður að einbeita sér að sínu hlaupi.“ Fyrir leikmanninn virkaði eins og Aníta væri algjörlega búin á síðustu 100 metrunum, en svo var ekki. Hlaupið var í raun mjög hægt í rigningunni í Eugene, en Aníta skilur víst ekki hvað fór úrskeiðis. „Hún hefur sjaldan verið eins lítið þreytt og eftir hlaupið í dag. Hún veit ekki sjálf hvað gerðist, en hún var alls ekki búinn þegar hún kom í mark og sprakk ekki þó það virkaði eflaust þannig. Það á samt ekkert að gerast á þessum hraða. Aníta leikur sér að þessum hraða á æfingum,“ segir Gunnar Páll sem er með henni í Eugene, en nú fara þau að hugsa um úrslitahlaupið á morgun. „Það var eitthvað þess valdandi í dag að hún missti fókus, en auðvitað veit ég að hún er í fínu formi. Þessir tímar í fyrstu tveimur hlaupunum eru samt með því slakasta sem hún hefur hlaupið. Líkamlega er hún samt í toppstandi þannig nú verðum við bara að ná henni saman andlega fyrir úrslitahlaupið og fá hana til að trúa að hún geti unnið til verðlauna á morgun. Í úrslitum getur allt gerst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta komst í úrslit á HM Sprakk á endasprettinum en slapp inn í úrslitahlaupið. 23. júlí 2014 20:12 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Sjá meira
„Ég hef ekki upplifað að sjá Anítu hlaupa svona síðustu 200 metrana,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari AnítuHinriksdóttur, í samtali við Vísi, en Aníta komst í úrslit í 800 metra hlaupi á HM U19 í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta var skilin eftir í fyrri undanúrslitariðlinum á síðustu 100 metrunum, en hún kom í mark á tímanum 2:04,99 sem er tæpum fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hún komst samt sem áður í úrslit með sjötta besta tímann. „Aníta hefur alltaf klárað sín hlaup mjög vel þannig við verðum bara að líta á þetta sem slæman dag og byrja einbeita okkur að úrslitahlaupinu á morgun. Miðað við æfingar á hún að ráða vel við hraðann í hlaupi eins og í þessu, en það vantaði bara hjá henni að vera ákveðnari. Hún var ekki að rúlla nógu vel fyrir endasprettinn,“ segir Gunnar Páll, en honum fannst hlaupadrottningin unga einnig vera að hugsa alltof mikið um hvað hinar stúlkurnar voru að gera. „Hún var of mikið að bíða eftir því að sjá hvað hinar gerðu og ekki að hlaupa sitt hlaup nógu vel. Aníta var komin út úr sínum stíl og notaði stór og hæg skref. Það vantaði þessa keyrslu sem hún er vanalega með. Hún verður að einbeita sér að sínu hlaupi.“ Fyrir leikmanninn virkaði eins og Aníta væri algjörlega búin á síðustu 100 metrunum, en svo var ekki. Hlaupið var í raun mjög hægt í rigningunni í Eugene, en Aníta skilur víst ekki hvað fór úrskeiðis. „Hún hefur sjaldan verið eins lítið þreytt og eftir hlaupið í dag. Hún veit ekki sjálf hvað gerðist, en hún var alls ekki búinn þegar hún kom í mark og sprakk ekki þó það virkaði eflaust þannig. Það á samt ekkert að gerast á þessum hraða. Aníta leikur sér að þessum hraða á æfingum,“ segir Gunnar Páll sem er með henni í Eugene, en nú fara þau að hugsa um úrslitahlaupið á morgun. „Það var eitthvað þess valdandi í dag að hún missti fókus, en auðvitað veit ég að hún er í fínu formi. Þessir tímar í fyrstu tveimur hlaupunum eru samt með því slakasta sem hún hefur hlaupið. Líkamlega er hún samt í toppstandi þannig nú verðum við bara að ná henni saman andlega fyrir úrslitahlaupið og fá hana til að trúa að hún geti unnið til verðlauna á morgun. Í úrslitum getur allt gerst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta komst í úrslit á HM Sprakk á endasprettinum en slapp inn í úrslitahlaupið. 23. júlí 2014 20:12 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Sjá meira