Innlent

Fjölmennur útifundur á Ingólfstorgi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Við Stjórnarráðið
Við Stjórnarráðið Vísir/DANÍEL
Fundur félagsins Ísland-Palestína hófst á Ingólfstorgi klukkan 17.

Talið er að rúmlega  þrjú þúsund manns hafi komið saman á torginu þar sem loftárásum Ísraelsmanna á óbreytta borgara var mótmælt.

Kröfur fundarins voru að blóðbaðið á Gaza yrði stöðvað tafarlaust, Palestínumönnum verði veitt alþjóðleg vernd, að herkvíin um Gaza fari burt og hernámið stöðvað.

Fundarstjóri var Sveinn Rúnar Hauksson og meðal ræðumanna var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Að loknum fundi gekk hópurinn að Stjórnarráðinu með minningarkrans með borða sem á eru skráð nöfn meira en 600 palestínskra fórnarlamba hernaðarins. Þá var forsætisráðherra afhent ályktun fundarins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sendi í dag forsætisráðherra Ísraels bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza þar sem mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur látið lífið að undanförnu.

Myndir af fundinum má sjá hér að neðan.





Frá mótmælunum við StjórnarráðiðVísir/Daníel
Vísir/DANÍEL
Vísir/DANÍEL
Vísir/DANÍEL
Fundargestir lögðust á Arnarhól til að tákna þá tæplega 700 sem fallið hafa í átökunum til þessa.VÍSIR/Sunna Karen



Fleiri fréttir

Sjá meira


×