Ban Ki-Moon vill tafarlaust vopnahlé á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 23. júlí 2014 14:15 Ban Ki-Moon segist syrgja með Palestínumönnum vegna mikils mannsfalls og fjölda særðra á Gaza en hann skilji líka ótta Ísraelsmanna og styðji þeirra til að verja sig. Forseti Ísraels harmar að alþjóðleg flugfélög hafa hætt flugi til Tel Aviv eftir að nokkrar eldflaugar hamasliða sprungu í nágrenni flugvallar borgarinnar. Yfir sex hundruð Palestínumenn og um 30 Ísraelsmenn hafa fallið í átökum síðasta hálfa mánuðinn og hvetur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til tafarlauss vopnahlés. Þrátt fyrir stöðugar áskoranir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og þjóðarleiðtoga víða um heim um að Ísraelsmenn og hamasliðar láti af átökum sínum á Gaza, er langt í frá að vopnahlé sé í sjónmáli. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna funduðu með fulltrúum stríðandi fylkinga í Kairó í gær án nokkurs árangurs. Ban Ki-Moon kom til Ísraels í morgun og átti fund með Simon Peres forseta landsins. Hann segir að ef hamasliðum takist með flugskeytaárásum sínum að hræða alþjóðleg flugfélög frá því að fljúga til Tel Aviv, herði það Hamas í árásum þeirra. Peres harmaði að flugfélög hefðu aflýst flugi til Tel Aviv. Svarið við þeirri hættu sem stafaði að flugi væri ekki að aflýsa fluginu, heldur koma í veg fyrir flugskeytaárásirnar. Yfir sex hundruð manns, þar af um einn þriðju börn, hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza frá því yfirstandandi átök hófust fyrir um hálfum mánuði og fjögur þúsund manns hafa særst. Þá hafa 29 ísraelskir hermenn og einn óbreyttur borgari í Ísrael fallið. Ban Ki-Moon sagði á fréttamannafundi með Peres í morgun að hann skildi ótta Ísraelsmanna við flugskeyti Hamas og Ísrael hefði rétt á að verja sig. En það væri líka mikil örvænting og sársauki meðal Palestínumanna vegna mikils mannfalls, aðallega á meðal óbreyttra borgara, og fjölda særðra sem skipti þúsundum. Ban Ki-Moon sagði að hann sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gæti ekki og ætlaði ekki að standa þögull hjá á meðan þessi harmleikur ætti sér stað. Hann syrgði með fjölskyldum Palestínumanna á Gaza. Ofbeldinu yrði að linna og viðræður stríðandi fylkinga þyrftu að hefjast þegar í stað. Post by The Prime Minister of Israel. Gasa Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Forseti Ísraels harmar að alþjóðleg flugfélög hafa hætt flugi til Tel Aviv eftir að nokkrar eldflaugar hamasliða sprungu í nágrenni flugvallar borgarinnar. Yfir sex hundruð Palestínumenn og um 30 Ísraelsmenn hafa fallið í átökum síðasta hálfa mánuðinn og hvetur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til tafarlauss vopnahlés. Þrátt fyrir stöðugar áskoranir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og þjóðarleiðtoga víða um heim um að Ísraelsmenn og hamasliðar láti af átökum sínum á Gaza, er langt í frá að vopnahlé sé í sjónmáli. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna funduðu með fulltrúum stríðandi fylkinga í Kairó í gær án nokkurs árangurs. Ban Ki-Moon kom til Ísraels í morgun og átti fund með Simon Peres forseta landsins. Hann segir að ef hamasliðum takist með flugskeytaárásum sínum að hræða alþjóðleg flugfélög frá því að fljúga til Tel Aviv, herði það Hamas í árásum þeirra. Peres harmaði að flugfélög hefðu aflýst flugi til Tel Aviv. Svarið við þeirri hættu sem stafaði að flugi væri ekki að aflýsa fluginu, heldur koma í veg fyrir flugskeytaárásirnar. Yfir sex hundruð manns, þar af um einn þriðju börn, hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza frá því yfirstandandi átök hófust fyrir um hálfum mánuði og fjögur þúsund manns hafa særst. Þá hafa 29 ísraelskir hermenn og einn óbreyttur borgari í Ísrael fallið. Ban Ki-Moon sagði á fréttamannafundi með Peres í morgun að hann skildi ótta Ísraelsmanna við flugskeyti Hamas og Ísrael hefði rétt á að verja sig. En það væri líka mikil örvænting og sársauki meðal Palestínumanna vegna mikils mannfalls, aðallega á meðal óbreyttra borgara, og fjölda særðra sem skipti þúsundum. Ban Ki-Moon sagði að hann sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gæti ekki og ætlaði ekki að standa þögull hjá á meðan þessi harmleikur ætti sér stað. Hann syrgði með fjölskyldum Palestínumanna á Gaza. Ofbeldinu yrði að linna og viðræður stríðandi fylkinga þyrftu að hefjast þegar í stað. Post by The Prime Minister of Israel.
Gasa Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira