Fastafulltrúi Íslands fordæmdi framgöngu beggja aðila Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2014 23:44 Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi í brot Ísraela og Palestínumanna á alþjóðlegum mannúðarlögum á opnum fundi Öryggisráðsins í kvöld. Gréta hélt ræðu á fundinum sem tók sérstaklega á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún áréttaði sjónarmið íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og harmaði um leið það mannfall sem orðið hefur meðal óbreyttra borgara á síðustu dögum. Í ræðu Grétu kom fram að framganga Ísraelshers vekti upp spurningar um hvort meðalhófs sé gætt í samræmi við alþjóðalög og -skuldbindingar. Þar segir að ástandið á Gaza kalli á tafarlaust vopnahlé til að skapa grundvöll að varanlegri lausn. Þá er kallað eftir því að öryggisráðið axli ábyrgð sína og taki á málinu með afgerandi hætti. Í því samhengi minnti hún á að um þessar mundir séu tíu ár síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi gefið það álit sitt að veggurinn sem reistur var á hernumdu svæðunum brjóti í bága við alþjóðalög. Hernámið hafi áhrif á daglegt líf Palestínumanna og brjóti mannréttindi þeirra, eins og eignarétt, funda- og tjáningarfrelsi og réttinn til menntunar. „Hernámið hefur enn áhrif á daglegt líf Palestínumanna og hamlar ferðafrelsi þeirra og dregur úr lífsgæðum. Við skulum einnig minnast þess að átta ár eru síðan umsátrið um Gaza hófst með þeim skelfilegu afleiðingum sem af því hefur leitt,“ sagði Gréta í því samhengi. Fastafulltrúinn sagði enn fremur í ræðu sinni að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga fælist í hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem þar með talið. Jafnframt var framlagi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til að miðla málum fagnað og skorað á hann að halda áfram að beita sér að varanlegri lausn. Gasa Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi í brot Ísraela og Palestínumanna á alþjóðlegum mannúðarlögum á opnum fundi Öryggisráðsins í kvöld. Gréta hélt ræðu á fundinum sem tók sérstaklega á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún áréttaði sjónarmið íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og harmaði um leið það mannfall sem orðið hefur meðal óbreyttra borgara á síðustu dögum. Í ræðu Grétu kom fram að framganga Ísraelshers vekti upp spurningar um hvort meðalhófs sé gætt í samræmi við alþjóðalög og -skuldbindingar. Þar segir að ástandið á Gaza kalli á tafarlaust vopnahlé til að skapa grundvöll að varanlegri lausn. Þá er kallað eftir því að öryggisráðið axli ábyrgð sína og taki á málinu með afgerandi hætti. Í því samhengi minnti hún á að um þessar mundir séu tíu ár síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi gefið það álit sitt að veggurinn sem reistur var á hernumdu svæðunum brjóti í bága við alþjóðalög. Hernámið hafi áhrif á daglegt líf Palestínumanna og brjóti mannréttindi þeirra, eins og eignarétt, funda- og tjáningarfrelsi og réttinn til menntunar. „Hernámið hefur enn áhrif á daglegt líf Palestínumanna og hamlar ferðafrelsi þeirra og dregur úr lífsgæðum. Við skulum einnig minnast þess að átta ár eru síðan umsátrið um Gaza hófst með þeim skelfilegu afleiðingum sem af því hefur leitt,“ sagði Gréta í því samhengi. Fastafulltrúinn sagði enn fremur í ræðu sinni að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga fælist í hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem þar með talið. Jafnframt var framlagi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til að miðla málum fagnað og skorað á hann að halda áfram að beita sér að varanlegri lausn.
Gasa Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira