Fastafulltrúi Íslands fordæmdi framgöngu beggja aðila Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2014 23:44 Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi í brot Ísraela og Palestínumanna á alþjóðlegum mannúðarlögum á opnum fundi Öryggisráðsins í kvöld. Gréta hélt ræðu á fundinum sem tók sérstaklega á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún áréttaði sjónarmið íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og harmaði um leið það mannfall sem orðið hefur meðal óbreyttra borgara á síðustu dögum. Í ræðu Grétu kom fram að framganga Ísraelshers vekti upp spurningar um hvort meðalhófs sé gætt í samræmi við alþjóðalög og -skuldbindingar. Þar segir að ástandið á Gaza kalli á tafarlaust vopnahlé til að skapa grundvöll að varanlegri lausn. Þá er kallað eftir því að öryggisráðið axli ábyrgð sína og taki á málinu með afgerandi hætti. Í því samhengi minnti hún á að um þessar mundir séu tíu ár síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi gefið það álit sitt að veggurinn sem reistur var á hernumdu svæðunum brjóti í bága við alþjóðalög. Hernámið hafi áhrif á daglegt líf Palestínumanna og brjóti mannréttindi þeirra, eins og eignarétt, funda- og tjáningarfrelsi og réttinn til menntunar. „Hernámið hefur enn áhrif á daglegt líf Palestínumanna og hamlar ferðafrelsi þeirra og dregur úr lífsgæðum. Við skulum einnig minnast þess að átta ár eru síðan umsátrið um Gaza hófst með þeim skelfilegu afleiðingum sem af því hefur leitt,“ sagði Gréta í því samhengi. Fastafulltrúinn sagði enn fremur í ræðu sinni að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga fælist í hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem þar með talið. Jafnframt var framlagi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til að miðla málum fagnað og skorað á hann að halda áfram að beita sér að varanlegri lausn. Gasa Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi í brot Ísraela og Palestínumanna á alþjóðlegum mannúðarlögum á opnum fundi Öryggisráðsins í kvöld. Gréta hélt ræðu á fundinum sem tók sérstaklega á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún áréttaði sjónarmið íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og harmaði um leið það mannfall sem orðið hefur meðal óbreyttra borgara á síðustu dögum. Í ræðu Grétu kom fram að framganga Ísraelshers vekti upp spurningar um hvort meðalhófs sé gætt í samræmi við alþjóðalög og -skuldbindingar. Þar segir að ástandið á Gaza kalli á tafarlaust vopnahlé til að skapa grundvöll að varanlegri lausn. Þá er kallað eftir því að öryggisráðið axli ábyrgð sína og taki á málinu með afgerandi hætti. Í því samhengi minnti hún á að um þessar mundir séu tíu ár síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi gefið það álit sitt að veggurinn sem reistur var á hernumdu svæðunum brjóti í bága við alþjóðalög. Hernámið hafi áhrif á daglegt líf Palestínumanna og brjóti mannréttindi þeirra, eins og eignarétt, funda- og tjáningarfrelsi og réttinn til menntunar. „Hernámið hefur enn áhrif á daglegt líf Palestínumanna og hamlar ferðafrelsi þeirra og dregur úr lífsgæðum. Við skulum einnig minnast þess að átta ár eru síðan umsátrið um Gaza hófst með þeim skelfilegu afleiðingum sem af því hefur leitt,“ sagði Gréta í því samhengi. Fastafulltrúinn sagði enn fremur í ræðu sinni að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga fælist í hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem þar með talið. Jafnframt var framlagi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til að miðla málum fagnað og skorað á hann að halda áfram að beita sér að varanlegri lausn.
Gasa Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira