Konum yfir fimmtugu mismunað á vinnumarkaði Jón Július Karlsson skrifar 22. júlí 2014 19:24 Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir atvinnulífið fara á mis við frábæra starfskrafta með því að ráða ekki konur yfir fimmtugu í vinnu. Langtímaatvinnuleysi á Íslandi er mest í þessum aldurshópi. Félagsmálaráðherra hyggur á lagabreytingar til að koma í veg fyrir aldursmismunun á vinnumarkaði.Fram kemur í Fréttablaðinu í gær að langtímaatvinnulausum hefur fjölgað um 10% á fyrstu sex mánuðum ársins. Langtímaatvinnuleysi fer úr 42 prósentum í janúar í 52 prósent í júní. Langtímaatvinnulausir eru þeir sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Mun fleiri konur en karlar glíma við langtímaatvinnuleysi er er ástandið verst hjá konum yfir fimmtugu. Um 500 konur yfir fimmtugt hafa verið atvinnulausar í sex mánuði eða lengur en karlar á sama aldursbili eru nokkuð færri eða um 400. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir málið grafalvarlegt og að það sé sorglegt að konur á besta aldri fái ekki vinnu. „Við erum að kasta á glæ góðum mannafla. Konur á þessum aldri eru á besta aldri. Mikil orka, mikil vinnusemi, mikil samviskusemi og dugnaður og elja sem einkennir þennan aldurshóp - hvort sem það eru konur eða karlar. En mér finnst það afar sorglegt ef konur eru að fara verra út úr þessu en karlar. Burtséð frá kynjabreytunni þá finnst mér mjög mikilvægt að við höldum í þennan aldurshóp inni á vinnumarkaði.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þetta sé einkenni á vinnumarkaðnum, ákveðin aldursmismunun á vinnumarkaði. Það hefur sýnt sig hjá hinum Evrópuþjóðunum að ein helsta ástæðan fyrir því að fólki er mismunað á vinnumarkaði fyrir utan kyn er aldur.“ Við því vill Eygló bregðast: „Við höfum verið að vinna að löggjöf í ráðuneytinu sem snýr að útvíkkun á jafnréttishugtakinu þar sem ætlunin er meðal annars að banna mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkaði.“ Staðan á vinnumarkaði sé þó að batna. „Það er að fjölga störfum, fyrst núna í einkageiranum og vonandi getum við farið að sjá viðsnúning hjá hinu opinbera þannig að þar fari líka að fjölga störfum,“ segir Eygló Harðardóttir. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir atvinnulífið fara á mis við frábæra starfskrafta með því að ráða ekki konur yfir fimmtugu í vinnu. Langtímaatvinnuleysi á Íslandi er mest í þessum aldurshópi. Félagsmálaráðherra hyggur á lagabreytingar til að koma í veg fyrir aldursmismunun á vinnumarkaði.Fram kemur í Fréttablaðinu í gær að langtímaatvinnulausum hefur fjölgað um 10% á fyrstu sex mánuðum ársins. Langtímaatvinnuleysi fer úr 42 prósentum í janúar í 52 prósent í júní. Langtímaatvinnulausir eru þeir sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Mun fleiri konur en karlar glíma við langtímaatvinnuleysi er er ástandið verst hjá konum yfir fimmtugu. Um 500 konur yfir fimmtugt hafa verið atvinnulausar í sex mánuði eða lengur en karlar á sama aldursbili eru nokkuð færri eða um 400. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir málið grafalvarlegt og að það sé sorglegt að konur á besta aldri fái ekki vinnu. „Við erum að kasta á glæ góðum mannafla. Konur á þessum aldri eru á besta aldri. Mikil orka, mikil vinnusemi, mikil samviskusemi og dugnaður og elja sem einkennir þennan aldurshóp - hvort sem það eru konur eða karlar. En mér finnst það afar sorglegt ef konur eru að fara verra út úr þessu en karlar. Burtséð frá kynjabreytunni þá finnst mér mjög mikilvægt að við höldum í þennan aldurshóp inni á vinnumarkaði.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þetta sé einkenni á vinnumarkaðnum, ákveðin aldursmismunun á vinnumarkaði. Það hefur sýnt sig hjá hinum Evrópuþjóðunum að ein helsta ástæðan fyrir því að fólki er mismunað á vinnumarkaði fyrir utan kyn er aldur.“ Við því vill Eygló bregðast: „Við höfum verið að vinna að löggjöf í ráðuneytinu sem snýr að útvíkkun á jafnréttishugtakinu þar sem ætlunin er meðal annars að banna mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkaði.“ Staðan á vinnumarkaði sé þó að batna. „Það er að fjölga störfum, fyrst núna í einkageiranum og vonandi getum við farið að sjá viðsnúning hjá hinu opinbera þannig að þar fari líka að fjölga störfum,“ segir Eygló Harðardóttir.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira