Innlent

Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza

Bjarki Ármannsson skrifar
Fjárframlagið skiptist milli UNICEF og UNRWA.
Fjárframlagið skiptist milli UNICEF og UNRWA.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld skuli veita tólf milljón króna framlag til tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Gaza vegna átakanna á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu í dag. Þar segir að með þessu fjárframlagi sé verið að bregðast við neyðarkalli sem íslenskum stjórnvöldum barst fyrir síðustu helgi vegna hrikalegs ástands á Gaza. Yfir hundrað þúsund íbúar svæðisins eru á vergangi.

„Því hef ég ákveðið að veita tólf milljón króna framlag til stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Gaza, annars vegar sex milljónir til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og hins vegar sex milljónir til UNRWA (Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn,“ segir Gunnar Bragi í tilkynningunni.

Framlögin eru sögð nýtast í að tryggja mat, skjól, vatn og hreinlætisaðstöðu á svæðinu, sem og sálrænan stuðning við börn og heilbrigðisþjónustu.


Tengdar fréttir

Hjálparstarfsmenn á Gaza örmagna

Khalil Abu Foul, yfirmaður Rauða hálfmánans á Gaza sagði í fréttum stöðvar tvo hjálparstarfið mjög laskað. Um sextíu hjálparsveitarmannanna eru særðir og vinna á nokkurrar verndar. Khalil segir þá örmagna. Tíu sjúkrabílar eru skemmdir og sumir þeirra gjörónýtir og hjálpargögn núna af skornum skammti.

Tvöfalt fleiri á vergangi á Gaza

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst miðla málum í deilunni á Gasa en líkur á vopnahléi eru ekki taldar miklar.

Innrás Ísraelshers hafin á Gaza

sraelsmenn hafa hafið innrás á Gaza-ströndina og her þeirra fram af landi, sjó og úr lofti. Eitt helsta markmið innrásarinnar er að eyðileggja jarðgöng sem liðsmenn Hamas hafa notað til að komast inn í Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×