Erlent

Kerry og Moon funda vegna Gasa

Jakob Bjarnar skrifar
John Kerry og Ban Ki-moon á blaðamannafundi í Kæró.
John Kerry og Ban Ki-moon á blaðamannafundi í Kæró. ap
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, funda nú í Kæró vegna ástandsins á Gasa-svæðinu.

Kerry lét í ljósi áhyggjur vegna mannfalls meðal Palestínumanna, en kom jafnframt á framfæri þeirri afstöðu sinni að Ísraelsmenn hefðu rétt á að verja sig. Þá kom fram í máli hans að Bandaríkin myndu senda 5,4 milljarða íslenskra króna til uppbyggingar og neyðaraðstoðar á Gasasvæðinu.

Eftir að átök brutust út á svæðinu, fyrir um tveimur vikum, hafa um 600 Palestínumenn látist og 29 Ísraelsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×