Erlent

Ísraelsk stjórnvöld reyna að hafa áhrif á umræðuna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Úr einu tölvuverinu þar sem sjálfboðaliðarnir haldast við.
Úr einu tölvuverinu þar sem sjálfboðaliðarnir haldast við.
Ísraelskir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta til að verða ekki undir í „samúðarstríðinu“ við Palestínumenn sem háð er á veraldarvefnum þessa stundina og ýmsum óhefðbundnum aðferðum hefur verið beitt til að vinna áhugasama netverja á band Ísraelsmanna. 



Til að mynda hafa ísraelskir ráðamenn ráðið til sín 400 námsmenn í sjálfboðavinnu til að greina frá „hlið Ísraels“ og hafast þeir við í tölvuveri í háskóla norðan af Tel Aviv. Verkefnið ber yfiskriftina „Ísrael undir árás“ og hefur þátttakendunum meðal annars tekið að loka fyrir síðu á Facebook sem var óhliðholl málstaði þeirra.

Sjálfboðaliðarnar vinna meðal annars við það að þýða skilaboð úr hebresku yfir á fjölþjóðlegri tungumál og hanna skýringarmyndir sem auðvelt er að dreifa á samfélagsmiðlum. Þá hefur skrifstofa Benjamín Netanyahu einnig greitt fyrir aukna dreifingu á skilaboðum hennar á Twitter.

Eina þeirra má sjá hér að neðan en ísraelski herinn deildi henni á Twitter-síðu sinni í dag. Þar er búið að teikna inn loftskeyti á mynd af Big Ben-klukkuturninum í Lundúnum og með myndinni segir að hryðjuverkamenn í Hamas hafi ráðist á mið- og suður Ísrael.

„Hvað myndirðu gera ef ráðist væri á heimili þitt?“ spyr stjórnarherinn.

Stjórnvöld í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs hafa lengi vanmetið áhrifin sem samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Twitter geta haft á almenningsálitið og sást það meðal annars bersýnilega í Arabíska vorinu


Tengdar fréttir

Sprengjum enn varpað á sjúkrahús

Fjórir hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir að sprengjum Ísraelshers var varpað á al-Aqsa Martys sjúkrahúsið í Deir al-Balah á Gaza í dag.

Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa

Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael.

Hjálparstarfsmenn á Gaza örmagna

Khalil Abu Foul, yfirmaður Rauða hálfmánans á Gaza sagði í fréttum stöðvar tvo hjálparstarfið mjög laskað. Um sextíu hjálparsveitarmannanna eru særðir og vinna á nokkurrar verndar. Khalil segir þá örmagna. Tíu sjúkrabílar eru skemmdir og sumir þeirra gjörónýtir og hjálpargögn núna af skornum skammti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×