Gríðarlegt mannfall
Meira en 500 manns eru fallnir í stríði Ísraelsmanna og Hamas frá því það hófst fyrir næstum tveimur vikum. Langstærsti hlutinn óbreyttir palenstínskir borgarar en átján Ísraelskir hermenn hafa einnig látið líkið auk tveggja óbreyttra ísraelskra borgara segja yfirvöld þar.
Margir látnir úr sömu fjölskyldum
Stórskotaárásir í nótt og í morgun felldu 25 manns frá einni og sömu fjölskyldunni við landamæri við Egyptaland og aðrir tíu úr annarri fjölskyldu voru drepnir stuttu frá. Í bænum Khan Younis í suðurhluta Gaza varð mikil mannfall og eyðilegging snemma í morgun.

Sjúkrahúsið Al-Aqsa á miðri Gaza varð fyrir harðri árás svo minnst fjórir létust og 70 slösuðust, meðal annars læknar. Khalil Abu Foul, yfirmaður Rauða hálfmánans á Gaza sem vinnur með Rauða krossinum var með hjálparliði sínu á sjúkrahúsinu í morgun. Hann segir hjálparstarfið mjög laskað, um sextíu hjálparsveitarmanna eru særðir. Hann segir þá örmagna. Tíu sjúkrabílar eru skemmdir og sumir þeirra gjörónýtir.
Bandaríkjamenn reyna friðarumleitanir
Bandaríkjamenn reyna nú að koma á friði. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Kæró í Egytalandi í dag til fundar við þarlenda leiðtoga og sagði Obama forseti í stuttu ávarpi í dag að ítrekað væri að Ísrael hefði rétt til að verja sig en áhyggjur væru miklar af mannfalli, beggja vegna landamæranna. Að mati Sameinuðu þjóðanna telst ógnarástand vara í meira en fjörtíu prósent af Gaza og stór hluti þess nú yfirgefið.