Bandaríkjamenn fylla á vopnabúr Ísraela Atli Ísleifsson skrifar 31. júlí 2014 13:57 1.390 Palestínumenn og 58 Ísraelar hafa látið lífið í árásum síðustu vikna. Þá er 425 þúsund Palestínumenn á vergangi. Vísir/AP Á sama tíma og Bandaríkjastjórn fordæmir loftárás gærdagsins á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasa staðfestir bandaríska varnarmálaráðuneytið að það hafi nýverið fyllt á minnkandi vopnabúr Ísraelshers. Bernadette Meehan, talsmaður Bandaríkjastjórnar, hafði áður lýst yfir áhyggjum af þeim þúsundum Palestínumanna sem höfðu leitað skjóls í byggingum á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa, en hundruð þúsunda Palestínumanna eru nú á vergangi. Um 3.300 manns hafa leitað skjóls í skólanum sem rekinn er af Flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn (UNRWA). „Þeir eru ekki öruggir í skólum Sameinuðu þjóðanna á Gasa,“ segir Meehan, en þetta var sjötta árásin sem skólar SÞ verða fyrir árás frá því að aðgerðir Ísraelshers á Gasa hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Í frétt SVD er bent á að þó að árásin hafi verið fordæmd hafi ekki verið minnst á að Ísraelsher hafi borið ábyrgð á eyðileggingunni. Sextán manns féllu í árásinni. Meehan sagði mótsagnakenndar upplýsingar um atburðinn liggja fyrir og frekari rannsóknar væri þörf. Bandaríkjastjórn hefur jafnframt gagnrýnt að vopnum hafi verið komið fyrir í byggingum SÞ á Gasa, þó að UNRWA-skólinn hafi ekki verið nafngreindur sérstaklega. „Allar slíkar aðgerðir eru ósamræmanlegar Sameinuðu þjóðunum og hlutleysi þess. Ofbeldið sýnir hins vegar fram á nauðsyn þess að koma á vopnahléi eins fljótt og auðið er.“ Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að bandarísk stjórnvöld hafi þrýst á Ísraelsstjórn að draga úr árásum sínum á Gasa. CNN greinir þess í stað fram því að Bandaríkjamenn hafi nýlega sent vopnabirgðir til Ísraels. „Það er nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að aðstoða Ísrael að halda uppi og þróa öfluga sjálfsvarnarkerfi. Þessi sala er í fullu samræmi við það markmið,“ segir fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Að sögn á Ísraelsher að hafa beðið um vopnin þann 20. júlí og hafi varnamálaráðuneytið samþykkt söluna þremur dögum síðar.Bandarískur almenningur klofinn til aðgerða ÍsraelaBandarískur almenningur virðist klofinn í afstöðu sinni til aðgerða Ísraelshers gegn liðsmönnum Hamas. Í nýlegri rannsókn Gallups í Bandaríkjunum sem birt var 24. júlí segir að 42 prósent telji aðgerðirnar réttlætanlegar, en 39 prósent telji þær óréttlætanlegar. Um fimmtungur aðspurðra taka ekki afstöðu. Hins vegar telja 70 prósent aðspurðra að aðgerðir Hamas-liða gegn Ísrael séu ekki réttlætanlegar. Ellefu prósent segir aðgerðirnar réttlætanlegar. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög sambærilegar þeim fyrir tólf árum þegar Ísraelar og Hamas-liðar áttu einnig í sérstaklega hörðum átökum sem kostaði fjölda mannslífa. Gasa Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Á sama tíma og Bandaríkjastjórn fordæmir loftárás gærdagsins á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasa staðfestir bandaríska varnarmálaráðuneytið að það hafi nýverið fyllt á minnkandi vopnabúr Ísraelshers. Bernadette Meehan, talsmaður Bandaríkjastjórnar, hafði áður lýst yfir áhyggjum af þeim þúsundum Palestínumanna sem höfðu leitað skjóls í byggingum á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa, en hundruð þúsunda Palestínumanna eru nú á vergangi. Um 3.300 manns hafa leitað skjóls í skólanum sem rekinn er af Flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn (UNRWA). „Þeir eru ekki öruggir í skólum Sameinuðu þjóðanna á Gasa,“ segir Meehan, en þetta var sjötta árásin sem skólar SÞ verða fyrir árás frá því að aðgerðir Ísraelshers á Gasa hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Í frétt SVD er bent á að þó að árásin hafi verið fordæmd hafi ekki verið minnst á að Ísraelsher hafi borið ábyrgð á eyðileggingunni. Sextán manns féllu í árásinni. Meehan sagði mótsagnakenndar upplýsingar um atburðinn liggja fyrir og frekari rannsóknar væri þörf. Bandaríkjastjórn hefur jafnframt gagnrýnt að vopnum hafi verið komið fyrir í byggingum SÞ á Gasa, þó að UNRWA-skólinn hafi ekki verið nafngreindur sérstaklega. „Allar slíkar aðgerðir eru ósamræmanlegar Sameinuðu þjóðunum og hlutleysi þess. Ofbeldið sýnir hins vegar fram á nauðsyn þess að koma á vopnahléi eins fljótt og auðið er.“ Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að bandarísk stjórnvöld hafi þrýst á Ísraelsstjórn að draga úr árásum sínum á Gasa. CNN greinir þess í stað fram því að Bandaríkjamenn hafi nýlega sent vopnabirgðir til Ísraels. „Það er nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að aðstoða Ísrael að halda uppi og þróa öfluga sjálfsvarnarkerfi. Þessi sala er í fullu samræmi við það markmið,“ segir fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Að sögn á Ísraelsher að hafa beðið um vopnin þann 20. júlí og hafi varnamálaráðuneytið samþykkt söluna þremur dögum síðar.Bandarískur almenningur klofinn til aðgerða ÍsraelaBandarískur almenningur virðist klofinn í afstöðu sinni til aðgerða Ísraelshers gegn liðsmönnum Hamas. Í nýlegri rannsókn Gallups í Bandaríkjunum sem birt var 24. júlí segir að 42 prósent telji aðgerðirnar réttlætanlegar, en 39 prósent telji þær óréttlætanlegar. Um fimmtungur aðspurðra taka ekki afstöðu. Hins vegar telja 70 prósent aðspurðra að aðgerðir Hamas-liða gegn Ísrael séu ekki réttlætanlegar. Ellefu prósent segir aðgerðirnar réttlætanlegar. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög sambærilegar þeim fyrir tólf árum þegar Ísraelar og Hamas-liðar áttu einnig í sérstaklega hörðum átökum sem kostaði fjölda mannslífa.
Gasa Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira