Bandaríkjamenn fylla á vopnabúr Ísraela Atli Ísleifsson skrifar 31. júlí 2014 13:57 1.390 Palestínumenn og 58 Ísraelar hafa látið lífið í árásum síðustu vikna. Þá er 425 þúsund Palestínumenn á vergangi. Vísir/AP Á sama tíma og Bandaríkjastjórn fordæmir loftárás gærdagsins á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasa staðfestir bandaríska varnarmálaráðuneytið að það hafi nýverið fyllt á minnkandi vopnabúr Ísraelshers. Bernadette Meehan, talsmaður Bandaríkjastjórnar, hafði áður lýst yfir áhyggjum af þeim þúsundum Palestínumanna sem höfðu leitað skjóls í byggingum á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa, en hundruð þúsunda Palestínumanna eru nú á vergangi. Um 3.300 manns hafa leitað skjóls í skólanum sem rekinn er af Flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn (UNRWA). „Þeir eru ekki öruggir í skólum Sameinuðu þjóðanna á Gasa,“ segir Meehan, en þetta var sjötta árásin sem skólar SÞ verða fyrir árás frá því að aðgerðir Ísraelshers á Gasa hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Í frétt SVD er bent á að þó að árásin hafi verið fordæmd hafi ekki verið minnst á að Ísraelsher hafi borið ábyrgð á eyðileggingunni. Sextán manns féllu í árásinni. Meehan sagði mótsagnakenndar upplýsingar um atburðinn liggja fyrir og frekari rannsóknar væri þörf. Bandaríkjastjórn hefur jafnframt gagnrýnt að vopnum hafi verið komið fyrir í byggingum SÞ á Gasa, þó að UNRWA-skólinn hafi ekki verið nafngreindur sérstaklega. „Allar slíkar aðgerðir eru ósamræmanlegar Sameinuðu þjóðunum og hlutleysi þess. Ofbeldið sýnir hins vegar fram á nauðsyn þess að koma á vopnahléi eins fljótt og auðið er.“ Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að bandarísk stjórnvöld hafi þrýst á Ísraelsstjórn að draga úr árásum sínum á Gasa. CNN greinir þess í stað fram því að Bandaríkjamenn hafi nýlega sent vopnabirgðir til Ísraels. „Það er nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að aðstoða Ísrael að halda uppi og þróa öfluga sjálfsvarnarkerfi. Þessi sala er í fullu samræmi við það markmið,“ segir fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Að sögn á Ísraelsher að hafa beðið um vopnin þann 20. júlí og hafi varnamálaráðuneytið samþykkt söluna þremur dögum síðar.Bandarískur almenningur klofinn til aðgerða ÍsraelaBandarískur almenningur virðist klofinn í afstöðu sinni til aðgerða Ísraelshers gegn liðsmönnum Hamas. Í nýlegri rannsókn Gallups í Bandaríkjunum sem birt var 24. júlí segir að 42 prósent telji aðgerðirnar réttlætanlegar, en 39 prósent telji þær óréttlætanlegar. Um fimmtungur aðspurðra taka ekki afstöðu. Hins vegar telja 70 prósent aðspurðra að aðgerðir Hamas-liða gegn Ísrael séu ekki réttlætanlegar. Ellefu prósent segir aðgerðirnar réttlætanlegar. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög sambærilegar þeim fyrir tólf árum þegar Ísraelar og Hamas-liðar áttu einnig í sérstaklega hörðum átökum sem kostaði fjölda mannslífa. Gasa Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Á sama tíma og Bandaríkjastjórn fordæmir loftárás gærdagsins á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasa staðfestir bandaríska varnarmálaráðuneytið að það hafi nýverið fyllt á minnkandi vopnabúr Ísraelshers. Bernadette Meehan, talsmaður Bandaríkjastjórnar, hafði áður lýst yfir áhyggjum af þeim þúsundum Palestínumanna sem höfðu leitað skjóls í byggingum á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa, en hundruð þúsunda Palestínumanna eru nú á vergangi. Um 3.300 manns hafa leitað skjóls í skólanum sem rekinn er af Flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn (UNRWA). „Þeir eru ekki öruggir í skólum Sameinuðu þjóðanna á Gasa,“ segir Meehan, en þetta var sjötta árásin sem skólar SÞ verða fyrir árás frá því að aðgerðir Ísraelshers á Gasa hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Í frétt SVD er bent á að þó að árásin hafi verið fordæmd hafi ekki verið minnst á að Ísraelsher hafi borið ábyrgð á eyðileggingunni. Sextán manns féllu í árásinni. Meehan sagði mótsagnakenndar upplýsingar um atburðinn liggja fyrir og frekari rannsóknar væri þörf. Bandaríkjastjórn hefur jafnframt gagnrýnt að vopnum hafi verið komið fyrir í byggingum SÞ á Gasa, þó að UNRWA-skólinn hafi ekki verið nafngreindur sérstaklega. „Allar slíkar aðgerðir eru ósamræmanlegar Sameinuðu þjóðunum og hlutleysi þess. Ofbeldið sýnir hins vegar fram á nauðsyn þess að koma á vopnahléi eins fljótt og auðið er.“ Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að bandarísk stjórnvöld hafi þrýst á Ísraelsstjórn að draga úr árásum sínum á Gasa. CNN greinir þess í stað fram því að Bandaríkjamenn hafi nýlega sent vopnabirgðir til Ísraels. „Það er nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að aðstoða Ísrael að halda uppi og þróa öfluga sjálfsvarnarkerfi. Þessi sala er í fullu samræmi við það markmið,“ segir fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Að sögn á Ísraelsher að hafa beðið um vopnin þann 20. júlí og hafi varnamálaráðuneytið samþykkt söluna þremur dögum síðar.Bandarískur almenningur klofinn til aðgerða ÍsraelaBandarískur almenningur virðist klofinn í afstöðu sinni til aðgerða Ísraelshers gegn liðsmönnum Hamas. Í nýlegri rannsókn Gallups í Bandaríkjunum sem birt var 24. júlí segir að 42 prósent telji aðgerðirnar réttlætanlegar, en 39 prósent telji þær óréttlætanlegar. Um fimmtungur aðspurðra taka ekki afstöðu. Hins vegar telja 70 prósent aðspurðra að aðgerðir Hamas-liða gegn Ísrael séu ekki réttlætanlegar. Ellefu prósent segir aðgerðirnar réttlætanlegar. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög sambærilegar þeim fyrir tólf árum þegar Ísraelar og Hamas-liðar áttu einnig í sérstaklega hörðum átökum sem kostaði fjölda mannslífa.
Gasa Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira