Erlent

Bandaríkin fordæma árás Ísraela á skóla

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Stjórnvöld í Bandaríkjunum fordæma árás Ísraelsmanna á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasasvæðinu. Palestínumenn sem höfðu hrökklast frá heimili sínum höfðu leitað skjóls í skólanum. Fimmtán manns létu lífið samkvæmt embættismönnum á Gasa.

Um er að ræða hörðustu gagnrýni Bandaríkjanna á Ísrael síðan hernaðaraðgerðir þeirra hófust fyrir þremur vikum.

Bernadette Meehan, talsmaður Hvíta hússins, sagði stjórnvöld í Bandaríkjunum vera mjög áhyggjufull um að þúsundir Palestínumanna séu örugg í skjólum Sameinuðu þjóðanna á Gasasvæðinu. Sérstaklega þar sem herinn hafði skipað þeim að yfirgefa heimili sín.

Meehan fordæmdi einnig þá aðila sem hafa komið fyrir vopnum í húsnæði SÞ á Gasasvæðinu.

Að lokum sagði hún að þörf fyrir vopnahlé væri mikil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×