Innlent

Útifundur við bandaríska sendiráðið kl. 17 á morgun

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/arnþór
Útifundur Félagsins Ísland-Palestína vegna Gaza verður hjá bandaríska sendiráðinu við Laufásveg á morgun kl. 17. Þar verður þeim kröfum beint til Bandaríkjastjórnar að blóðbaðið á Gaza verði stöðvað og að umsátrinu um Gaza verði aflétt tafarlaust.

Í fréttatilkynningu frá félaginu Ísland-Palestína segir að öllum er ljóst að Ísraelsríki getur ekki haldið uppi hernaði sínum gegn Gaza eða hernámi sínu í Palestínu nema með Bandaríkin sem fjárhagslegan og hernaðarlegan bakhjarl. Það sé á valdi Bandaríkjastjórnar að stöðva blóðbaðið og knýja verði Bandaríkjastjórn til að láta af stuðningi við hernám og stríðsglæpi Ísraelsstjórnar.

Um 830 manns hafa nú boðað komu sína á fundinn á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×