Innlent

Myndir: Frábær stemning á Fiskideginum mikla

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Frábær stemning var á Fiskideginum mikla sem haldinn var í dag í fjórtánda sinn í Dalvíkurbyggð. Auðunn Níelsson, ljósmyndari, var á staðnum og geta því lesendur Vísis fengið nasaþefinn af stemningunni. Fjöldi fólks gerði sér glaðan dag en markmið hátíðarinnar er að koma saman, hafa gaman og borða fisk.

Fjölmargir fiskiréttir voru í boði og gæddu sér bæði ungir sem aldnir á kræsingunum. Á annað hundrað skemmtikraftar koma fram á hátíðinni og er að venju mikil áhersla lögð á fjölskylduna. Fiskidagurinn mikli er fjölskylduhátíð og voru á staðnum skemmtikraftar á borð við Eyþór Inga Gunnlaugsson, Eurovision stjörnu og Friðrik Ómar Hjörleifsson, söngvara.

Hápunktur hátíðarinnar verður í kvöld þegar boðið verður til risa tónlistarveislu sem endar með flugeldasýningu sem björgunarsveitin á Dalvík setur upp. Herlegheitin eru í boði Samherja.

Eins og sjá má margfaldaðist íbúafjöldi Dalvíkurbyggðar í dag á Fiskideginum.Vísir/Auðunn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×