Erlent

Hersveitir Ísraela yfirgefa Gasa

Ísraelskur hermaður og skriðdreki við landamærin að Gasa.
Ísraelskur hermaður og skriðdreki við landamærin að Gasa. Vísir/AP
Ísraelsmenn segjast hafa dregið allar hersveitir sínar frá Gasasvæðinu og í varnarstöður umhverfis það. Þetta var tilkynnt í morgun skömmu áður en sjötíu og tveggja tíma vopnahlé gekk í gildi.

Talsmenn ísraelska hersins fullyrða að markmiðum árása síðustu vikna um að að eyðileggja göng Hamas-manna hafi verið náð. Yfirvöld á Gaza segja að átjánhundruð Palestínumenn hafi látið lífið í ársásunum og þá hafa um 67 Ísraelar fallið.

Óvíst er þó hvort vopnahléið haldi og í morgun, skömmu áður en það átti að ganga í garð skutu Hamas-liðar nokkrum eldflaugum inn í Ísrael og Ísraelski herinn gerði einnig nokkrar árásir á Gaza. Óljóst er um mannfall í þeim árásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×