Erlent

Ísraelar draga úr herstyrk sínum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
VÍSIR/AFP
Ísraelsher hefur dregið allverulega úr landhernaði sínum og dregið til baka flest alla hermenn sína af Gasasvæðinu í aðdraganda sjö klukkustunda vopnahlés sem fyrirhugað er á morgun.

Vopnahléið, sem er af mannúðarástæðum, mun hefjast klukkan átta að íslenskum tíma en fyrri tilraunir hafa allar farið út um þúfur. Átökin á Gasa hafa nú staðið yfir í hartnær mánuð og kostað rúmlega 1800 Palestínumenn og 60 Ísraela lífið.

Þrátt fyrir að ísraelsk stjórnvöld sé nú nánast búin að afturkalla alla hermenn sína hafa hörð átök geisað í nótt á hlutum Gasasvæðisins. Á annan tug Palestínumanna féll fyrir hendi ísraelskrar loftárásar nærri skýli á vegum Sameinuðu þjóðanna og hafa bandarísk stjórnvöld harðlega gagnrýnt Ísraela fyrir árásina sem þau segja „skammarlega“ í ljósi nálægðarinnar við alþjóðleg hjálparsamtök.

Loftáráshernaður Ísraela gegn Palestínumönnum hófst þann áttunda júlí síðastliðinn sem svar við þrálátum loftskeytaárásum herskárra Hamas-liða. Landhernaður Ísraelshers, sem beint var gegn göngum sem Hamas hafa grafið frá Gasasvæðinu, hófst svo þann 17 sama mánaðar.

Talið er að um 30 slíkum göngum hafi verið eytt á síðustu dögum og er það ein af ástæðum þess að nú er dregið úr landhernaði – Ísraelsher telur einfaldlega litla sem enga hættu stafa af göngunum lengur. 


Tengdar fréttir

Vopnahlé á Gasa

Friðaumleitanir hefjast í Kæró innan tíðar.

Saka Ísraelsher um að hindra för slasaðra á sjúkrahús

Talsmaður Hamas samtakanna fullyrðir að Ísraelsher hafi framið stríðsglæpi með því að hindra flutning særðra Palestínumanna á spítala. Verð á matvælum á Gaza hefur rokið upp vegna stríðsins og bændur leggja sig í lífshættu við að flytja mat á markaði á Gaza.

Fjörutíu fallið á Gasa í dag

Árásin átti sér stað stuttu eftir að Ísraelsmenn sökuðu Hamas-liða um að rjúfa vopnahléið á svæðinu. Miklar vonir voru bundnar við vopnahléið sem átti að gilda í þrjá sólarhringa og gefa deiluaðilum tíma til að hefja friðarumleitanir.

Vopnahlé rofið á Gasa

Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×