Erlent

Ban Ki-Moon segir árásina í dag „glæpsamlega“

Bjarki Ármannsson skrifar
Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/AP
Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmir loftárás í grennd við neyðarskýli Sameinuðu þjóðanna á Gasasvæðinu í dag og segir hana glæpsamlega. Tíu manns fórust í árásinni.

Robert Turner, stjóri neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna segir í samtali við AP að loftárásin virtist hafa verið á vegum ísraelska hersins, en Ísraelar hafa enn ekki tjáð sig um málið.

„Ísraelska hernum hefur oft verið gert grein fyrir staðsetningu þessara neyðarskýla,“ segir Turner, en sextán manns fórust í svipaðri árás á neyðarskýli í síðustu viku. „Þeir vita hvar þau eru. Hvernig þetta gerist aftur og aftur veit ég ekki.“ 


Tengdar fréttir

Saka Ísraelsher um að hindra för slasaðra á sjúkrahús

Talsmaður Hamas samtakanna fullyrðir að Ísraelsher hafi framið stríðsglæpi með því að hindra flutning særðra Palestínumanna á spítala. Verð á matvælum á Gaza hefur rokið upp vegna stríðsins og bændur leggja sig í lífshættu við að flytja mat á markaði á Gaza.

Vopnahlé rofið á Gasa

Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×