Innlent

Siggi hakkari neitar sök í flestum liðum

Bjarki Ármannsson skrifar
Sigurður við þingfestingu málsins fyrr í sumar.
Sigurður við þingfestingu málsins fyrr í sumar. Vísir/GVA

Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, lýsti í morgun yfir sakleysi sínu í flestum ákæruliðum fyrir Héraðsdómi Reykjaness.



Sigurður er ákærður fyrir stórfelldan fjárdrátt, fjársvik og þjófnað. Ákæran gegn honum er í átján liðum og fjölmörgum undirliðum. Að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns Sigurðar, neitar Sigurður sök í öllum liðum nema fjórum.



„Þeir liðir varða dyravarðanámskeið og að hafa ætlað að stofna reikninga fyrir tiltölulega ungt fólk í Lúxemborg,“  segir Vilhjálmur. „Hann játar fjárdrátt, skástrik fjársvik, gagnvart þessum aðilum en neitar öllum öðrum.“ Vilhjálmur segir að jafnframt hafi verið lögð fram frávísunarkrafa í nokkrum ákæruliðum.



Hinir ákæruliðirnir snúa meðal annars að svíkja út skyndibita, eldsneyti og leigu á bílum fyrir miklar upphæðir. Sigurður var í fyrra dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Í kjölfarið var hann hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn fleiri piltum. 


Tengdar fréttir

Siggi hakkari fékk frest

Ákæra á hendur Sigurði Inga Þórðarsyni, sem oft er nefndur Siggi hakkari, var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Siggi hakkari sakaður um að hafa svikið út lúxusbíla

Sigurður Ingi Þórðarson er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×