Bakteríur fundust í tveimur réttum á Dalvík Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2014 14:18 Frá Fiskideginum Vísir/Auðunn Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra fann tvenns konar frávik í matvælum við rannsókn á matareitrun sem gestir Fiskidaga á Dalvík fengu fyrir helgi. Annars vegar fundust grómyndandi bakteríur, sem að geta framleitt hitaþolið eiturefni. Hins vegar stafýlókokkar sem einnig geta framleitt hitaþolið eitur. „Þetta eru þannig niðurstöður að við teljum nokkuð ljóst að þessi frávik hafi valdið þessum einkennum hjá því fólki sem borðaði matinn,“ segir Alfred Schiöth hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Um þrjátíu manns leituðu á heilsugæslu vegna sýkingar. Alfred segir að almennt séð tengist grómyndandi bakteríur því þegar kæling matvæla er ekki nægilega ör, þ.e. að þau kælist ekki nægilega hratt. Hins vegar tengist stafýlókokkar bakteríu sem geti verið á húð og í hálsi og geti borist í matvæli með til dæmis snertingu, hnerra og hósta og fjölgi sér, sé hitastigið of hátt. „Við sjáum það úr þessum niðurstöðum að kælikeðjan hefur brugðist og þess utan hafi eitthvað farið úrskeiðis varðandi meðhöndlun matvælanna.“ Hann segir aðalmálið vera að kælingin sé snögg eftir hitameðferð. Ef verið sé að breyta heitum mat í kaldan gerist það hratt og ákveðið. Þá haldist matvælin köld þar til þeirra er neytt eða þá matvælunum sé haldið yfir 60 gráðum svo bakteríur geti ekki fjölgað sér. „Við þykjumst sjá að tvennt hafi farið úrskeiðis. Annars vegar að kælingin hafi ekki verið nægjanlega ör og samfelld. Hins vegar hafi einhverskonar mengun borist frá fólki sem vann með matvælin.“ Alfred segir um tvær algengustu ástæður fyrir matareitrunum og sýkingum að ræða. Um var að ræða einstakt tilvik þar sem búið var að leigja eldhús Grunnskólans á Dalvík. Þar var matreiddur tælenskur matur fyrir gesti á Dalvík þar sem fjölmennt var um liðna helgi þegar Fiskidagurinn mikli fór fram. Ekki er um að ræða rekstur veitingahúss. Framleiðsla og sala matarins var stöðvuð á staðnum eftir að ábendingar bárust um veikindi. „Aðalatriðið er að draga lærdóm af þessu. Að allir sem séu að hugsa á þessum nótum hafi öflug kæliúrræði í huga þegar efnt skal til stórveislu. Einnig allt sem lýtur að verklagi og þrifum varðandi matreiðslu,“ segir Alfred.Uppfært klukkan 15:40 Í fréttinni stóð áður að bakteríur hefðu fundist í tveimur réttum á Fiskideginum mikla sem fram fór laugardaginn 9. ágúst. Hið rétta er að bakteríur fundust í réttum sem eldaðir voru fyrir Fiskidagsgesti á miðvikudeginum, þ.e. í aðdraganda Fiskidagsins mikla. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Tengdar fréttir Myndir: Frábær stemning á Fiskideginum mikla Dalvíkurbyggð iðaði af lífi í dag þegar ungir sem aldnir gæddu sér á hinum ýmsu fiskréttum. 9. ágúst 2014 21:06 Fiskidagsgestir fengu í magann af taílenskum mat Rúmlega þrjátíu manns hafa verið í sambandi við Heilsugæslustöðina á Dalvík undanfarna tvo sólarhringa eða svo vegna truflana í meltingarvegi. 8. ágúst 2014 15:18 Mikil gleði á Dalvík Margir þekktir Íslendingar lögðu leið sína til Dalvíkur um síðustu helgi og skemmtu sér í hinum ýmsu garðpartíum. 12. ágúst 2014 11:00 Öllu tjaldað til á Dalvík Mikil tónlistarveisla fer fram á Dalvík á laugardagskvöldið þar sem landsþekktir tónlistarmenn stíga á svið og fara um víðan völl. 9. ágúst 2014 09:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra fann tvenns konar frávik í matvælum við rannsókn á matareitrun sem gestir Fiskidaga á Dalvík fengu fyrir helgi. Annars vegar fundust grómyndandi bakteríur, sem að geta framleitt hitaþolið eiturefni. Hins vegar stafýlókokkar sem einnig geta framleitt hitaþolið eitur. „Þetta eru þannig niðurstöður að við teljum nokkuð ljóst að þessi frávik hafi valdið þessum einkennum hjá því fólki sem borðaði matinn,“ segir Alfred Schiöth hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Um þrjátíu manns leituðu á heilsugæslu vegna sýkingar. Alfred segir að almennt séð tengist grómyndandi bakteríur því þegar kæling matvæla er ekki nægilega ör, þ.e. að þau kælist ekki nægilega hratt. Hins vegar tengist stafýlókokkar bakteríu sem geti verið á húð og í hálsi og geti borist í matvæli með til dæmis snertingu, hnerra og hósta og fjölgi sér, sé hitastigið of hátt. „Við sjáum það úr þessum niðurstöðum að kælikeðjan hefur brugðist og þess utan hafi eitthvað farið úrskeiðis varðandi meðhöndlun matvælanna.“ Hann segir aðalmálið vera að kælingin sé snögg eftir hitameðferð. Ef verið sé að breyta heitum mat í kaldan gerist það hratt og ákveðið. Þá haldist matvælin köld þar til þeirra er neytt eða þá matvælunum sé haldið yfir 60 gráðum svo bakteríur geti ekki fjölgað sér. „Við þykjumst sjá að tvennt hafi farið úrskeiðis. Annars vegar að kælingin hafi ekki verið nægjanlega ör og samfelld. Hins vegar hafi einhverskonar mengun borist frá fólki sem vann með matvælin.“ Alfred segir um tvær algengustu ástæður fyrir matareitrunum og sýkingum að ræða. Um var að ræða einstakt tilvik þar sem búið var að leigja eldhús Grunnskólans á Dalvík. Þar var matreiddur tælenskur matur fyrir gesti á Dalvík þar sem fjölmennt var um liðna helgi þegar Fiskidagurinn mikli fór fram. Ekki er um að ræða rekstur veitingahúss. Framleiðsla og sala matarins var stöðvuð á staðnum eftir að ábendingar bárust um veikindi. „Aðalatriðið er að draga lærdóm af þessu. Að allir sem séu að hugsa á þessum nótum hafi öflug kæliúrræði í huga þegar efnt skal til stórveislu. Einnig allt sem lýtur að verklagi og þrifum varðandi matreiðslu,“ segir Alfred.Uppfært klukkan 15:40 Í fréttinni stóð áður að bakteríur hefðu fundist í tveimur réttum á Fiskideginum mikla sem fram fór laugardaginn 9. ágúst. Hið rétta er að bakteríur fundust í réttum sem eldaðir voru fyrir Fiskidagsgesti á miðvikudeginum, þ.e. í aðdraganda Fiskidagsins mikla.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Tengdar fréttir Myndir: Frábær stemning á Fiskideginum mikla Dalvíkurbyggð iðaði af lífi í dag þegar ungir sem aldnir gæddu sér á hinum ýmsu fiskréttum. 9. ágúst 2014 21:06 Fiskidagsgestir fengu í magann af taílenskum mat Rúmlega þrjátíu manns hafa verið í sambandi við Heilsugæslustöðina á Dalvík undanfarna tvo sólarhringa eða svo vegna truflana í meltingarvegi. 8. ágúst 2014 15:18 Mikil gleði á Dalvík Margir þekktir Íslendingar lögðu leið sína til Dalvíkur um síðustu helgi og skemmtu sér í hinum ýmsu garðpartíum. 12. ágúst 2014 11:00 Öllu tjaldað til á Dalvík Mikil tónlistarveisla fer fram á Dalvík á laugardagskvöldið þar sem landsþekktir tónlistarmenn stíga á svið og fara um víðan völl. 9. ágúst 2014 09:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Myndir: Frábær stemning á Fiskideginum mikla Dalvíkurbyggð iðaði af lífi í dag þegar ungir sem aldnir gæddu sér á hinum ýmsu fiskréttum. 9. ágúst 2014 21:06
Fiskidagsgestir fengu í magann af taílenskum mat Rúmlega þrjátíu manns hafa verið í sambandi við Heilsugæslustöðina á Dalvík undanfarna tvo sólarhringa eða svo vegna truflana í meltingarvegi. 8. ágúst 2014 15:18
Mikil gleði á Dalvík Margir þekktir Íslendingar lögðu leið sína til Dalvíkur um síðustu helgi og skemmtu sér í hinum ýmsu garðpartíum. 12. ágúst 2014 11:00
Öllu tjaldað til á Dalvík Mikil tónlistarveisla fer fram á Dalvík á laugardagskvöldið þar sem landsþekktir tónlistarmenn stíga á svið og fara um víðan völl. 9. ágúst 2014 09:30