Bransadagar RIFF beina sjónum að íslensku hugviti og hæfileikum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 18:00 Ottó Tynes er einn skipuleggjenda RIFF í ár. Bransadagar verða aftur hluti af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár en þá kemur til landsins erlent kvikmyndagerðarfólk og blaðamenn frá tímaritum á borð við Hollywood Reporter og Variety. „Hingað til hafa Bransadagar beint sjónum sínum að hlutum sem snúa almennt að kvikmyndagerð, stuldur á myndum á netinu og dreifingarkerfi og þess háttar. Nú ætlum við eingöngu að einblína á að kynna það sem við Íslendingar erum að gera,“ segir Ottó Tynes einn skipuleggjandi Bransadaga og RIFF. „Við ætlum að leggja áherslu á íslenska hæfileika og listsköpun. Víkka þetta mengi þar sem íslensk náttúra hefur verið okkar aðalsöluvara hingað til.“ Að mati Ottós er RIFF góður vettvangur til þess að kynna Ísland erlendis þar sem hátíðin er orðin þekkt víða um heim. „Það sem verður í aðalhlutverki hjá okkur núna eru þrír ákveðnir punktar.“ Nefnir Ottó í fyrsta lagi íslenska kvikmyndatónlist, bæði Íslendinga sem eru að semja tónlist sérstaklega fyrir kvikmyndir bæði hérlendis og í Hollywood og íslenskar hljómsveitir sem hafa lánað tónlist sína til spilunar í stórum erlendum myndum. Í öðru lagi langar skipuleggjendur til þess að víkka út þá pælingu að kvikmyndagerðarmenn taki upp myndir sínar hér á landi. „Hugmyndin er að þeir átti sig á því að hér geturðu gert fleira en að taka upp við Jökulsárlón. Hér væri til dæmis hægt að bjóða upp á að menn vinni með Sinfoníuhljómsveit Íslands til að taka upp „scorið“ sitt [innsk.blaðam. tónlis í kvikmyndum]. Það eru alls konar möguleikar í boði.“ Í þriðja og síðasta lagi verður kynning á hinni íslensku skáldsögu. „Hvort það sé eitthvað sérstakt í sambandi við íslenskar skáldsögur og kvikmyndagerð.“ „Þetta verður blanda af kvikmyndagerðarmönnum – leikstjórar en mikið af framleiðendum – og síðan bjóðum við blaðamönnum þrátt fyrir að þeir séu kannski ekki beinir gestir Bransadaga. Auk þeirra koma leikstjórar sem eiga mynd á hátíðinni, heiðursgestir og einhverjir Íslendingar. Þetta slefar hátt í hundrað manns.“ Kvikmyndahátíðin RIFF fer fram dagana 25. september til 5. október og eru Bransadagar í lok hátíðar dagana 1. – 4. október. RIFF Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Bransadagar verða aftur hluti af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár en þá kemur til landsins erlent kvikmyndagerðarfólk og blaðamenn frá tímaritum á borð við Hollywood Reporter og Variety. „Hingað til hafa Bransadagar beint sjónum sínum að hlutum sem snúa almennt að kvikmyndagerð, stuldur á myndum á netinu og dreifingarkerfi og þess háttar. Nú ætlum við eingöngu að einblína á að kynna það sem við Íslendingar erum að gera,“ segir Ottó Tynes einn skipuleggjandi Bransadaga og RIFF. „Við ætlum að leggja áherslu á íslenska hæfileika og listsköpun. Víkka þetta mengi þar sem íslensk náttúra hefur verið okkar aðalsöluvara hingað til.“ Að mati Ottós er RIFF góður vettvangur til þess að kynna Ísland erlendis þar sem hátíðin er orðin þekkt víða um heim. „Það sem verður í aðalhlutverki hjá okkur núna eru þrír ákveðnir punktar.“ Nefnir Ottó í fyrsta lagi íslenska kvikmyndatónlist, bæði Íslendinga sem eru að semja tónlist sérstaklega fyrir kvikmyndir bæði hérlendis og í Hollywood og íslenskar hljómsveitir sem hafa lánað tónlist sína til spilunar í stórum erlendum myndum. Í öðru lagi langar skipuleggjendur til þess að víkka út þá pælingu að kvikmyndagerðarmenn taki upp myndir sínar hér á landi. „Hugmyndin er að þeir átti sig á því að hér geturðu gert fleira en að taka upp við Jökulsárlón. Hér væri til dæmis hægt að bjóða upp á að menn vinni með Sinfoníuhljómsveit Íslands til að taka upp „scorið“ sitt [innsk.blaðam. tónlis í kvikmyndum]. Það eru alls konar möguleikar í boði.“ Í þriðja og síðasta lagi verður kynning á hinni íslensku skáldsögu. „Hvort það sé eitthvað sérstakt í sambandi við íslenskar skáldsögur og kvikmyndagerð.“ „Þetta verður blanda af kvikmyndagerðarmönnum – leikstjórar en mikið af framleiðendum – og síðan bjóðum við blaðamönnum þrátt fyrir að þeir séu kannski ekki beinir gestir Bransadaga. Auk þeirra koma leikstjórar sem eiga mynd á hátíðinni, heiðursgestir og einhverjir Íslendingar. Þetta slefar hátt í hundrað manns.“ Kvikmyndahátíðin RIFF fer fram dagana 25. september til 5. október og eru Bransadagar í lok hátíðar dagana 1. – 4. október.
RIFF Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira