Varar við stormi á sunnudag Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2014 12:13 Veðurstofan vill beina þeim orðum til fólks að þar sem þetta sé fyrsta óveðrið eftir sumarið, að festa niður hluti sem geta fokið. Vísir/Getty Veðurstofan varar við stormi sem gengur yfir landið á sunnudaginn, en þetta eru leifar hitabeltislægðarinnar Cristobal sem olli tjóni á eyjum í Karíbahafi um helgina. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að búast megi við suðaustan og austanvindi, 15 til 25 metrum á sekúndu. „Mjög snarpar vindhviður við fjöll. Talsverð rigning víða um land og mikil úrkoma SA-til. Heldur hægari vindur undir kvöld. Hiti 10 til 16 stig. Um hlýtt loft er að ræða og mun öll úrkoman falla sem rigning, einnig á hæstu jöklum.“ Veðurstofan vill beina þeim orðum til fólks að þar sem þetta sé fyrsta óveðrið eftir sumarið, að festa niður hluti sem geta fokið. „Enn er nokkur óvissa um hversu slæmt nákvæmlega veðrið verður, en eftir því sem nær líður að sunndeginum minnkar óvissan í veðurspánni. Það má þó þegar gera ráð fyrir sérlega vinda- og vætusömum sunnudegi.“ „Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um helgina. Á þriðjudaginn náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Þegar þetta er skrifað (kl. 12 fim. 28. ágúst) er Cristobl staddur um 700 km A af A-strönd Bandaríkjanna og er á leið NA. Vanalega minnka fellibylir þegar þeir fara til norðurs yfir kaldari sjó. Spár gera ráð fyrir að þegar Cristobal nálgist Nýfundnaland mæti hann köldu lofti sem streymir til SA af Labrador hafi og það ásamt samspili við háloftavindröst viðheldur styrk hans að nokkru leyti. Það má því segja að lægðin sem veldur óveðrinu á sunndag séu leifarnar af fellibylnum Cristobal.“ Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Veðurstofan varar við stormi sem gengur yfir landið á sunnudaginn, en þetta eru leifar hitabeltislægðarinnar Cristobal sem olli tjóni á eyjum í Karíbahafi um helgina. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að búast megi við suðaustan og austanvindi, 15 til 25 metrum á sekúndu. „Mjög snarpar vindhviður við fjöll. Talsverð rigning víða um land og mikil úrkoma SA-til. Heldur hægari vindur undir kvöld. Hiti 10 til 16 stig. Um hlýtt loft er að ræða og mun öll úrkoman falla sem rigning, einnig á hæstu jöklum.“ Veðurstofan vill beina þeim orðum til fólks að þar sem þetta sé fyrsta óveðrið eftir sumarið, að festa niður hluti sem geta fokið. „Enn er nokkur óvissa um hversu slæmt nákvæmlega veðrið verður, en eftir því sem nær líður að sunndeginum minnkar óvissan í veðurspánni. Það má þó þegar gera ráð fyrir sérlega vinda- og vætusömum sunnudegi.“ „Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um helgina. Á þriðjudaginn náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Þegar þetta er skrifað (kl. 12 fim. 28. ágúst) er Cristobl staddur um 700 km A af A-strönd Bandaríkjanna og er á leið NA. Vanalega minnka fellibylir þegar þeir fara til norðurs yfir kaldari sjó. Spár gera ráð fyrir að þegar Cristobal nálgist Nýfundnaland mæti hann köldu lofti sem streymir til SA af Labrador hafi og það ásamt samspili við háloftavindröst viðheldur styrk hans að nokkru leyti. Það má því segja að lægðin sem veldur óveðrinu á sunndag séu leifarnar af fellibylnum Cristobal.“
Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira