Hlynur: Svo lengi sem ég get eitthvað hjálpað þá ætla ég að reyna að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2014 22:11 Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, verður með á móti Bosníu á morgun þrátt fyrir að hafa meiðst illa á ökkla í sigrinum á Bretum í London fyrir viku. „Staðan er ágæt en hún mætti vera betri eftir þetta langan tíma. Það eru komnir sex dagar síðan að þetta gerðist og ég hélt að þetta væri orðið aðeins betra. Það er ennþá einn dagur til stefnu og ég vona að ökklinn skáni aðeins meira," sagði Hlynur Bæringsson í viðtali við Arnar Björnsson á æfingu íslenska liðsins í kvöld. „Svo lengi sem ég get eitthvað hjálpað þá ætla ég að reyna að spila. Þegar ég frétti að þetta væri ekki brotið þá ákvað ég það að spila leikinn," sagði Hlynur. Íslenska liðið getur tryggt sér sæti á EM með sigri í leiknum og má tapa ef önnur úrslit eru hagstæð. „Við finnum alveg fyrir því að spennustigið er svolítið hátt og við þurfum að tækla það. Við gerðum það ágætlega seinast. Það var samt ströggl í byrjun og ég vona að við sleppum því næst og náum upp okkar leik sterk," sagði Hlynur en hversu gott lið er að mæta íslenska liðnu annað kvöld? „Bosníumenn eru með eitt besta landslið Evrópu. Það vantar að sjálfsögðu Teletovic sem er aðalmaðurinn þeirra en það getur verið tvíeggja sverð. Ef hann er ekki með og hinir stíga ekkert upp þá er það að sjálfsögðu betra fyrir okkur en það er mjög líklegt að hinir, sem eru frábærir leikmenn sem spila í stórum klúbbum, spili ennþá betur og þá er það ekki endilega betra fyrir okkur. Þeir eru mjög sterkir og það er mjög mikil hefð fyrir körfubolta þarna," sagði Hlynur um styrk mótherja morgundagsins. „Það hlýtur að hjálpa okkur að spila fyrir framan troðfulla Höll. Ég er hundrað prósent á því. Það þekkja það allir íþróttamenn að það er miklu betra að hafa fólkið með sér en á móti. Þess vegna er engin tilviljun að liðum gengur betur á heimavelli," segir Hlynur um það að uppselt er á leikinn á morgun. Allt viðtal Arnars við Hlyns er nú aðgengilegt í myndbandinu hér fyrir ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, verður með á móti Bosníu á morgun þrátt fyrir að hafa meiðst illa á ökkla í sigrinum á Bretum í London fyrir viku. „Staðan er ágæt en hún mætti vera betri eftir þetta langan tíma. Það eru komnir sex dagar síðan að þetta gerðist og ég hélt að þetta væri orðið aðeins betra. Það er ennþá einn dagur til stefnu og ég vona að ökklinn skáni aðeins meira," sagði Hlynur Bæringsson í viðtali við Arnar Björnsson á æfingu íslenska liðsins í kvöld. „Svo lengi sem ég get eitthvað hjálpað þá ætla ég að reyna að spila. Þegar ég frétti að þetta væri ekki brotið þá ákvað ég það að spila leikinn," sagði Hlynur. Íslenska liðið getur tryggt sér sæti á EM með sigri í leiknum og má tapa ef önnur úrslit eru hagstæð. „Við finnum alveg fyrir því að spennustigið er svolítið hátt og við þurfum að tækla það. Við gerðum það ágætlega seinast. Það var samt ströggl í byrjun og ég vona að við sleppum því næst og náum upp okkar leik sterk," sagði Hlynur en hversu gott lið er að mæta íslenska liðnu annað kvöld? „Bosníumenn eru með eitt besta landslið Evrópu. Það vantar að sjálfsögðu Teletovic sem er aðalmaðurinn þeirra en það getur verið tvíeggja sverð. Ef hann er ekki með og hinir stíga ekkert upp þá er það að sjálfsögðu betra fyrir okkur en það er mjög líklegt að hinir, sem eru frábærir leikmenn sem spila í stórum klúbbum, spili ennþá betur og þá er það ekki endilega betra fyrir okkur. Þeir eru mjög sterkir og það er mjög mikil hefð fyrir körfubolta þarna," sagði Hlynur um styrk mótherja morgundagsins. „Það hlýtur að hjálpa okkur að spila fyrir framan troðfulla Höll. Ég er hundrað prósent á því. Það þekkja það allir íþróttamenn að það er miklu betra að hafa fólkið með sér en á móti. Þess vegna er engin tilviljun að liðum gengur betur á heimavelli," segir Hlynur um það að uppselt er á leikinn á morgun. Allt viðtal Arnars við Hlyns er nú aðgengilegt í myndbandinu hér fyrir ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira