Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2014 11:18 Hanna Birna Kristjánsdóttir og Stefán Eiríksson. Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. Bréf umboðsmanns má sjá neðst í fréttinni (PDF). Umboðsmaður hefur í þriðja bréfi sínu eftir Stefáni Eiríkssyni, fráfarandi lögreglustjóra í Reykjavík, að samskipti hans við ráðherra hafi hafist fljótlega eftir að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi byrjað. Lögreglumenn hafi verið farnir að koma inn í ráðuneytið og óska eftir upplýsingum vegna rannsóknarinnar og tiltekin atriði. Á Stefán að hafa tjáð umboðsmanni að í fyrstu símtölum ráðherra til sín hafi hún undrast á umfangi rannsóknarinnar og hve langt lögreglan gangi. „Og fyrstu athugasemdirnar sem ég fæ frá ráðherra eru líklega í símtölum þar sem hún er að undra sig yfir umfangi rannsóknarinnar og hvað við erum að ganga langt, að við erum að taka þarna tölvu af aðstoðarmanni hennar, fá upplýsingar um símagögn og fjölmargt annað. Hún er að fara yfir það að þetta séu mjög viðkvæm gögn,“ segir Stefán að því er umboðsmaður hefur eftir. „Við auðvitað látum ykkur fá allt. Þið hafið aðgang að þessu öllu saman en eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman,“ voru orð Hönnu Birnu að því er umboðsmaður hefur eftir Stefáni í bréfinu. Í niðurlagi bréfs umboðsmanns til Hönnu Birnu segir: „Í lýsingu lögreglustjórans á umræddum samskiptum við yður kemur fram að í símtölum og á fundum hafi auk spurninga yðar um tiltekin atriði komið fram athugasemdir í tilefni af tilteknum rannsóknarathöfnum lögreglunnar, eins og um umfang rannsóknarinnar, fyrirvaralausa komu lögreglumanna í ráðuneytið, haldlagningu á tölvu aðstoðarmanns yðar, tímasetningu boðaðrar skýrslutöku af aðstoðarmanninum,. málshraða við rannsóknina auk þess sem gera þyrfti rannsókn á rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu þegar því væri lokið. Ég óska af þessu tilefni eftir að þér skýrið hvernig það að setja fram þessar athugasemdir á sama tíma og þér fóruð með yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, samrýmdist hinni óskráðu reglu um sérstakt hæfi og þá að teknu tilliti til lagareglna og sjónarmiða sem ætlað er að tryggja sjálfstæði og hlutlægni þeirra sem fara með rannsókn sakamáls.“Hanna Birna hefur svarað bréfi umboðsmanns eins og lesa má um nánar hér. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. Bréf umboðsmanns má sjá neðst í fréttinni (PDF). Umboðsmaður hefur í þriðja bréfi sínu eftir Stefáni Eiríkssyni, fráfarandi lögreglustjóra í Reykjavík, að samskipti hans við ráðherra hafi hafist fljótlega eftir að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi byrjað. Lögreglumenn hafi verið farnir að koma inn í ráðuneytið og óska eftir upplýsingum vegna rannsóknarinnar og tiltekin atriði. Á Stefán að hafa tjáð umboðsmanni að í fyrstu símtölum ráðherra til sín hafi hún undrast á umfangi rannsóknarinnar og hve langt lögreglan gangi. „Og fyrstu athugasemdirnar sem ég fæ frá ráðherra eru líklega í símtölum þar sem hún er að undra sig yfir umfangi rannsóknarinnar og hvað við erum að ganga langt, að við erum að taka þarna tölvu af aðstoðarmanni hennar, fá upplýsingar um símagögn og fjölmargt annað. Hún er að fara yfir það að þetta séu mjög viðkvæm gögn,“ segir Stefán að því er umboðsmaður hefur eftir. „Við auðvitað látum ykkur fá allt. Þið hafið aðgang að þessu öllu saman en eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman,“ voru orð Hönnu Birnu að því er umboðsmaður hefur eftir Stefáni í bréfinu. Í niðurlagi bréfs umboðsmanns til Hönnu Birnu segir: „Í lýsingu lögreglustjórans á umræddum samskiptum við yður kemur fram að í símtölum og á fundum hafi auk spurninga yðar um tiltekin atriði komið fram athugasemdir í tilefni af tilteknum rannsóknarathöfnum lögreglunnar, eins og um umfang rannsóknarinnar, fyrirvaralausa komu lögreglumanna í ráðuneytið, haldlagningu á tölvu aðstoðarmanns yðar, tímasetningu boðaðrar skýrslutöku af aðstoðarmanninum,. málshraða við rannsóknina auk þess sem gera þyrfti rannsókn á rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu þegar því væri lokið. Ég óska af þessu tilefni eftir að þér skýrið hvernig það að setja fram þessar athugasemdir á sama tíma og þér fóruð með yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, samrýmdist hinni óskráðu reglu um sérstakt hæfi og þá að teknu tilliti til lagareglna og sjónarmiða sem ætlað er að tryggja sjálfstæði og hlutlægni þeirra sem fara með rannsókn sakamáls.“Hanna Birna hefur svarað bréfi umboðsmanns eins og lesa má um nánar hér.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41