270 milljónir rúmmetrar af kviku undir Dyngjujökli

Langflestir jarðskjálftanna mældust norðarlega á svæðinu, en þeim hefur fjölgað og þeir stækkað síðan á miðnætti. Þá eru einhverjir skjálftanna komnir undan jöklinum.
Flestir mælast þeir á fimm til tíu kílómetra dýpi.
Samkvæmt GPS mælingum flæðir kvika enn inn í bergganginn undir Dyngjujökli og mælast nú um 270 milljónir rúmmetra af kviku undir jöklinum.
Í stöðuskýrslu frá Veðurstofunni segir að ekki sé hægt að útiloka að eldgos muni eiga sér stað og ekkert virðist vera að hægja á jarðhræringum á svæðinu.
Tengdar fréttir

Almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi
Ríkislögreglustjóri hefur að höfðu samráði við lögreglustjórana á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að lækka almannavarnastig vegna jarðskjálftavirkni kringum Bárðarbungu úr neyðarstigi í hættustig.

Íslenskir unglingar strandaglópar vegna hugsanlegs eldgoss
Flugfélagið Air Berlin hefur fellt niður flug til Íslands vegna ólgunnar í Bárðarbungu. "Við erum búin að vera föst hérna síðan í gær, án farangurs,“ segir fararstjóri hópsins.

Aðvörunarstig fyrir flug lækkað
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka aðvörunarstig fyrir flug í appelsínugulan úr rauðu. Athuganir hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær. Sá mikli lágtíðniórói sem Veðurstofan mælid í gær á sér því aðrar skýringar.


Orsakir óróa hljóta að vera aðrar en eldgos
Ítarlegar athuganir úr lofti með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sýna að engin merki eru um að gos eða bráðnun við botn hafi átt sér stað undir Dyngjujökli í gær.

Skjálftavirkni mikil í nótt
Ekkert hefur dregið úr skjálftavirkni í nótt. Tveir skjálftar yfir 5.0 hafa mælst frá því á miðnætti.