Svisslendingurinn Sepp Blatter ætlar að bjóða sig fram til endurkjörs til embættis forseta FIFA, en kosið verður á næsta ári.
Verði Blatter kosinn, sem allt bendir til, mun hann sitja sitt fimmta kjörtímabil. Svisslendingurinn tók við forsetaembættinu af Brasilíumanninum Joao Havelange 1998 og hefur gegnt því síðan þá.
Michel Platini, forseti UEFA, gaf það út í síðustu viku að hann myndi ekki bjóða sig fram gegn Blatter.
Svíþjóð
Ísland