Einar Vilhjálmsson, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, var kjörinn formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, á þingi þess sem nú stendur yfir í Brekkuskóla á Akureyri.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá sambandinu að Einar hafi hlotið 35 atkvæði á móti 26 atkvæðum Benónýs Jónssonar, fráfarandi varaformanns FRÍ.
Aðrir í stjórn eru Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður sem heldur áfram starfi sínu sem framkvæmdastjóri FRÍ, Stefán Skafti Steinólfsson, Lóa Björk Hallsdóttir og Jón Steingrímsson.
Varamenn í stjórn eru Fríða Rún Þórðardóttir, AðalbjörgHafsteinsdóttir, IngvarHlynsson, LovísaHreinsdóttir, BjörgÁgústsdóttir.
Einar keppti á þrennum Ólympíuleikum og stendur 22 ára gamalt Íslandsmet hans í spjótkasti upp á 86,80 metra enn þann dag í dag.
Einar Vilhjálmsson nýr formaður Frjálsíþróttasambandsins
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa
Íslenski boltinn






Kári Kristján semur við Þór Akureyri
Handbolti

Bonmatí vann þriðja árið í röð
Fótbolti

