Það blés þó ekki byrlega fyrir Federer framan af leiknum, en Monfils vann tvö fyrstu settin, 6-4 og 6-3. Svisslendingnum tókst að snúa dæminu sér í vil og vann næstu þrjú settin (6-4, 7-5, 6-2) og tryggði sér sæti í undanúrslitunum.
Þar mætir Federer Króatanum Marin Čilić sem vann öruggan sigur á Tomáš Berdych í þremur settum, 6-2, 6-4, 7-6, í hinni viðureign gærdagsins í átta-manna úrslitum.
Federer, sem situr í öðru sæti heimslistans, vann Opna bandaríska fimm ár í röð (2004-2008), en hann hefur ekki komist í úrslit mótsins frá árinu 2009.
Undanúrslit í karlaflokki á Opna bandaríska:
Novak Djokovic - Kei Nishikori
Roger Federer - Marin Čilić
