Álíka en kraftmeira en gosið 1984 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. september 2014 19:41 Eldgosið í Holuhrauni stendur enn yfir, en vísindamenn geta í fyrramálið lagt mat á það hvort þrýstingurinn í bergganginum hafi minnkað eða einfaldlega færst annað. Vísindamenn hafa nú áhyggjur af gasmagni á svæðinu. Eftir óveðurslægðina sem gekk yfir landið í gær varð loks aftur fært að Holuhrauni í morgun, þar var þó enn mjög hvasst og birgði sandstormur okkur sýn að gosstöðvunum, en skyndilega vorum við komnir að hraunkanti sem vall áfram með braki og breskum. Þarna blasti við glóandi kvika og yfir þúsund stiga heit eldá, og varla hægt að koma nærri hrauninu vegna hita.Glóandi kvikan blasir við í Holuhrauni.Vísir/EgillVið höfðum verið að skima eftir Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og hans liði frá Jarðvísindastofnun Háskólans og þarna fundum við vísindamannahópinn sem ók meðfram hraunjaðrinum til að fylgjast með breytingum hans og til að meta umfang hraunsins og kvikunnar. Brátt sáum við til eldgíganna og eftir því sem við ókum lengur varð okkur betur ljóst að verulegt magn af gosefnum hefur komið upp á þessum rúma sólarhring sem liðinn er frá því sprungan opnaðist á ný. Við tókum Ármann tali.Hvernig sýnist þér gosið vera?„Það er bara svipað og í gær. Það kemur hér dágott magn af hrauni," sagði Ármann. Afar tignarlegt var að horfa á logandi sprunguna, jarðeldinn og gosstrókana þeytast til himins og koma niður sem glóandi hraunslettur. Þeir sem fylgdust með Kröflueldum fyrir 30 árum sjá að þetta er keimlíkt. Þetta er á langri sprungu og gosið ekkert sérstaklega atkvæðamikið. „Þetta er álíka og gosið 1984, en þó ívið kraftmeira því sprungan er búin að vera alglóandi í rúmlega sólarhring núna,” segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/EgillEn hvað eru gosstrókarnir háir? „Þessir sem fara hæst fara einhverja 60 til 70 metra upp í loftið en meirihlutinn nær um 20 til 30 metra upp,” segir Ármann og bætir við að ómögulegt sé á þessari stundu að spá fyrir um framhaldið. „Gosið er búið að standa yfir í sólarhring og getur haldið áfram í viku eða mánuð í viðbót þessvegna. Til að meta framhaldið þarf að fara að skoða GPS-mælingar til að athuga hvort þrýstingur hér undir sé að lækka. Ef það eru engin merki þess að þrýstingur sé að lækka getur þetta bara haldið áfram.” Jarðvísindamenn voru þarna með tæki og tól og fóru reglulega að hraunjaðrinum til að taka sýni. „Kvikan er afar frumstæð. Bárðarbunga er að skila afar frumstæðu efni hér út í sprungusveiminn. Það her frekar lítið af kristöllum í henni, hún er mjög heit og þunnfljótandi. Ef hraunið virðist mjög úfið þá er það vegna þess að það rennur svo hratt þegar það fer af stað,” segir Ármann. Þarna er hins vegar ekki hættulaust að vera vegna eitraðra lofttegunda, magn brennisteinsvetnis frá hrauninu hefur aukist verulega frá því í gær. „Maður finnur brennisteinsbragð í munninum og ef við dveljum hér öllu lengur breytist þetta í brennisteinssýru í lungunum á þér,” sagði Ármann og hélt sína leið. Bárðarbunga Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Eldgosið í Holuhrauni stendur enn yfir, en vísindamenn geta í fyrramálið lagt mat á það hvort þrýstingurinn í bergganginum hafi minnkað eða einfaldlega færst annað. Vísindamenn hafa nú áhyggjur af gasmagni á svæðinu. Eftir óveðurslægðina sem gekk yfir landið í gær varð loks aftur fært að Holuhrauni í morgun, þar var þó enn mjög hvasst og birgði sandstormur okkur sýn að gosstöðvunum, en skyndilega vorum við komnir að hraunkanti sem vall áfram með braki og breskum. Þarna blasti við glóandi kvika og yfir þúsund stiga heit eldá, og varla hægt að koma nærri hrauninu vegna hita.Glóandi kvikan blasir við í Holuhrauni.Vísir/EgillVið höfðum verið að skima eftir Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og hans liði frá Jarðvísindastofnun Háskólans og þarna fundum við vísindamannahópinn sem ók meðfram hraunjaðrinum til að fylgjast með breytingum hans og til að meta umfang hraunsins og kvikunnar. Brátt sáum við til eldgíganna og eftir því sem við ókum lengur varð okkur betur ljóst að verulegt magn af gosefnum hefur komið upp á þessum rúma sólarhring sem liðinn er frá því sprungan opnaðist á ný. Við tókum Ármann tali.Hvernig sýnist þér gosið vera?„Það er bara svipað og í gær. Það kemur hér dágott magn af hrauni," sagði Ármann. Afar tignarlegt var að horfa á logandi sprunguna, jarðeldinn og gosstrókana þeytast til himins og koma niður sem glóandi hraunslettur. Þeir sem fylgdust með Kröflueldum fyrir 30 árum sjá að þetta er keimlíkt. Þetta er á langri sprungu og gosið ekkert sérstaklega atkvæðamikið. „Þetta er álíka og gosið 1984, en þó ívið kraftmeira því sprungan er búin að vera alglóandi í rúmlega sólarhring núna,” segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/EgillEn hvað eru gosstrókarnir háir? „Þessir sem fara hæst fara einhverja 60 til 70 metra upp í loftið en meirihlutinn nær um 20 til 30 metra upp,” segir Ármann og bætir við að ómögulegt sé á þessari stundu að spá fyrir um framhaldið. „Gosið er búið að standa yfir í sólarhring og getur haldið áfram í viku eða mánuð í viðbót þessvegna. Til að meta framhaldið þarf að fara að skoða GPS-mælingar til að athuga hvort þrýstingur hér undir sé að lækka. Ef það eru engin merki þess að þrýstingur sé að lækka getur þetta bara haldið áfram.” Jarðvísindamenn voru þarna með tæki og tól og fóru reglulega að hraunjaðrinum til að taka sýni. „Kvikan er afar frumstæð. Bárðarbunga er að skila afar frumstæðu efni hér út í sprungusveiminn. Það her frekar lítið af kristöllum í henni, hún er mjög heit og þunnfljótandi. Ef hraunið virðist mjög úfið þá er það vegna þess að það rennur svo hratt þegar það fer af stað,” segir Ármann. Þarna er hins vegar ekki hættulaust að vera vegna eitraðra lofttegunda, magn brennisteinsvetnis frá hrauninu hefur aukist verulega frá því í gær. „Maður finnur brennisteinsbragð í munninum og ef við dveljum hér öllu lengur breytist þetta í brennisteinssýru í lungunum á þér,” sagði Ármann og hélt sína leið.
Bárðarbunga Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira