Lánið hækkað um 11 milljónir: „Ég vildi fara öruggu leiðina“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. september 2014 12:48 Hér má sjá greiðsluseðilinn sem fer um Facebook. „Í dag ríkir mikill gleðidagur á heimilinu. Lánið okkar sem við tókum hjá íbúðalánasjóði sumarið 2006 upp á 18.000.000 skreið yfir 29.000.000 um þessi mánaðamót. Ég hef samviskusamlega greitt af því 83.437 - 132.365 krónur á mánuði, 96 gjalddaga sem leggst út á um rúmar 11.000.000 sem skemmtilegt nokk er sú upphæð sem lánið mitt hefur hækkað um á þeim 8 árum síðan ég tók það," skrifar Agla Þyrí Kristjánsdóttir á Facebook-síðu. Með færslunni birti hún mynd geriðsluseðli af húsnæðisláninu sínu. Myndin hefur vakið mikla athygli á Facebook; hefur verið deilt rúmlega sjö hundruð sinnum, um 630 manns hafa líkað við myndina og 93 athugasemdir hafa verið ritaðar við hana.Vildi fara öruggu leiðina „Við tókum 18 milljón króna húsnæðislán til 40 ára frá Íbúðarlánasjóði, maður sá að þessi gjaldeyrislán voru eitthvað svo mikil áhætta," segir Agla Þyrí í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vildi fara öruggu leiðina," segir hún. Síðast greiðsluseðillinn sem Agla Þýrí borgaði af var sá 97. í röðinni, af 480 slíkum. Hið vísitölutengda lán hefur hækkað talsvert síðan Agla tók það ásamt eiginmanni sínum. Grunnvísitalan þegar lánið var tekið var 261,9 stig, en rúmum átta árum síðar er hún í 422,1 stigi. Greiðslubyrðin hefur farið úr um 83 þúsund krónum í um 132 þúsund krónur á mánuði.Viðbrögðin komu á óvart „Mér datt ekki í hug að þessi færsla myndi vekja svona sterk viðbrögð. Ég hef fengið margar athugasemdir. Einhverjir hafa bent á að virði hússins hafi líka hækkað. En við byggðum á sínum tíma í Bláskógabyggð. Ég bý ekki svo vel að búa í 101, virði hússins hefur haldist nokkuð stöðugt hérna hjá okkur. Allavega er þetta ekkert sem hefur einhver svakaleg áhrif," segir hún og heldur áfram: „Þessi mynd ætti bara að vera ágætis áminning fyrir alla. Þetta húsnæðiskerfi er ekki í lagi. Hvað ætli ég endi með að þurfa að borga fyrir húsið mitt? 120 milljónir?" Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
„Í dag ríkir mikill gleðidagur á heimilinu. Lánið okkar sem við tókum hjá íbúðalánasjóði sumarið 2006 upp á 18.000.000 skreið yfir 29.000.000 um þessi mánaðamót. Ég hef samviskusamlega greitt af því 83.437 - 132.365 krónur á mánuði, 96 gjalddaga sem leggst út á um rúmar 11.000.000 sem skemmtilegt nokk er sú upphæð sem lánið mitt hefur hækkað um á þeim 8 árum síðan ég tók það," skrifar Agla Þyrí Kristjánsdóttir á Facebook-síðu. Með færslunni birti hún mynd geriðsluseðli af húsnæðisláninu sínu. Myndin hefur vakið mikla athygli á Facebook; hefur verið deilt rúmlega sjö hundruð sinnum, um 630 manns hafa líkað við myndina og 93 athugasemdir hafa verið ritaðar við hana.Vildi fara öruggu leiðina „Við tókum 18 milljón króna húsnæðislán til 40 ára frá Íbúðarlánasjóði, maður sá að þessi gjaldeyrislán voru eitthvað svo mikil áhætta," segir Agla Þyrí í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vildi fara öruggu leiðina," segir hún. Síðast greiðsluseðillinn sem Agla Þýrí borgaði af var sá 97. í röðinni, af 480 slíkum. Hið vísitölutengda lán hefur hækkað talsvert síðan Agla tók það ásamt eiginmanni sínum. Grunnvísitalan þegar lánið var tekið var 261,9 stig, en rúmum átta árum síðar er hún í 422,1 stigi. Greiðslubyrðin hefur farið úr um 83 þúsund krónum í um 132 þúsund krónur á mánuði.Viðbrögðin komu á óvart „Mér datt ekki í hug að þessi færsla myndi vekja svona sterk viðbrögð. Ég hef fengið margar athugasemdir. Einhverjir hafa bent á að virði hússins hafi líka hækkað. En við byggðum á sínum tíma í Bláskógabyggð. Ég bý ekki svo vel að búa í 101, virði hússins hefur haldist nokkuð stöðugt hérna hjá okkur. Allavega er þetta ekkert sem hefur einhver svakaleg áhrif," segir hún og heldur áfram: „Þessi mynd ætti bara að vera ágætis áminning fyrir alla. Þetta húsnæðiskerfi er ekki í lagi. Hvað ætli ég endi með að þurfa að borga fyrir húsið mitt? 120 milljónir?"
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira