Sport

Sam fær ekki að spila með Rams

Michael Sam í leik með Rams.
Michael Sam í leik með Rams. vísir/getty
Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar, Michael Sam, mun ekki fá samning hjá St. Louis Rams þó svo hann hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu.

Sam fékk að vita um helgina að hann kæmist ekki í 53 manna hóp félagsins og er því kominn aftur á markaðinn. Fréttirnar komu mörgum á óvart þar sem leikmaðurinn minnti hressilega á sig í æfingaleikjum Rams.

Þó svo hann hafi ekki komist í hópinn hjá Rams er ekki loku fyrir það skotið að hann spili í deildinni enda gæti annað lið samið við hann á næstu dögum. Sjálfur er hann bjartsýnn á að komast einhvers staðar að.

Nokkuð fjölmiðlafár var í kringum Sam á dögunum er fjallað var um sturtuhegðun hans hjá Rams en hann kaus að sturta sig ekki á sama tíma og aðrir leikmenn liðsins. Það var ákvörðun Sam að gefa öðrum leikmönnum rými og hefur það mál verið mikið á milli tannanna á fólki í Bandaríkjunum.

NFL-deildin hefst á fimmtudag er meistarar Seattle Seahawks spila gegn Green Bay Packers.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×