Ísskápurinn lækkar um 15 þúsund en matarkarfan hækkar um 21 þúsund Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. september 2014 13:53 Árni Páll tók dæmi af sér og ísskápnum sínum í umræðum um virðisaukaskattsbreytingar á Alþingi. Vísir / Samsett mynd Reikna má með því að meðaldýr ísskápur muni lækka um 15 þúsund krónur í kjölfar niðurfellinga vörugjalda og lækkunar á efra þrepi virðisaukaskatts sem ætlað er að ráðast í um áramótin. Það er langtum minna en reiknað er með að matarkarfan hækki á ársgrundvelli. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók dæmi af sjálfum sér í umræðum um virðisaukaskattshækkanirnar í vikunni þar sem hann sagði að ísskápurinn sem hann hefði keypt árið 2001 mætti lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem hann hafði keypt á því tímabili.Lækkunin miðar við innkaupaverð Niðurfelling vörugjalda nær aðeins til innkaupaverðs raftækja og hafði Vísir því samband við smásöluaðila á raftækjamarkaði til aðstoðar við útreikningana. Samkvæmt birtum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar mun matarkarfan hinsvegar hækka um 21.029 krónur að jafnaði við hækkanir á virðisaukaskatti á matvæli. Sé aðeins horft á tekjulægsta hópinn nemur hækkunin 16.763 þúsund krónum. Lækkunin á ísskápnum nær því ekki að vega upp matarhækkunina á einu ári. Þarf að skila sér að fullu til neytenda Fleiri vörur en ísskápar munu lækka í verði með niðurfellingu vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun lækkunin leiða af sér nokkur þúsund króna sparnað fjölskyldna á ársgrundvelli. Fyrirvari er þó settur við þetta í frumvarpinu en þar segir að til þess að útreikningar um verðlagsáhrif standist þurfi öll lækkunin að skila sér til neytenda. Tekist hefur verið á um hvort sagan gefi ástæðu til bjartsýni um það. Stjórnarliðar vilja meina að svo sé á meðan stjórnarandstæðingar segja að hækkanir muni skila sér en lækkanirnar ekki.Uppfært klukkan 14.26 með nýjum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem taka tillit til lækkunar sykurskatts sem fyrri útreikningar stofnunarinnar gerðu ekki ráð fyrir Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Reikna má með því að meðaldýr ísskápur muni lækka um 15 þúsund krónur í kjölfar niðurfellinga vörugjalda og lækkunar á efra þrepi virðisaukaskatts sem ætlað er að ráðast í um áramótin. Það er langtum minna en reiknað er með að matarkarfan hækki á ársgrundvelli. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók dæmi af sjálfum sér í umræðum um virðisaukaskattshækkanirnar í vikunni þar sem hann sagði að ísskápurinn sem hann hefði keypt árið 2001 mætti lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem hann hafði keypt á því tímabili.Lækkunin miðar við innkaupaverð Niðurfelling vörugjalda nær aðeins til innkaupaverðs raftækja og hafði Vísir því samband við smásöluaðila á raftækjamarkaði til aðstoðar við útreikningana. Samkvæmt birtum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar mun matarkarfan hinsvegar hækka um 21.029 krónur að jafnaði við hækkanir á virðisaukaskatti á matvæli. Sé aðeins horft á tekjulægsta hópinn nemur hækkunin 16.763 þúsund krónum. Lækkunin á ísskápnum nær því ekki að vega upp matarhækkunina á einu ári. Þarf að skila sér að fullu til neytenda Fleiri vörur en ísskápar munu lækka í verði með niðurfellingu vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun lækkunin leiða af sér nokkur þúsund króna sparnað fjölskyldna á ársgrundvelli. Fyrirvari er þó settur við þetta í frumvarpinu en þar segir að til þess að útreikningar um verðlagsáhrif standist þurfi öll lækkunin að skila sér til neytenda. Tekist hefur verið á um hvort sagan gefi ástæðu til bjartsýni um það. Stjórnarliðar vilja meina að svo sé á meðan stjórnarandstæðingar segja að hækkanir muni skila sér en lækkanirnar ekki.Uppfært klukkan 14.26 með nýjum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem taka tillit til lækkunar sykurskatts sem fyrri útreikningar stofnunarinnar gerðu ekki ráð fyrir
Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira