Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2024 08:44 Ástralirnir sem veiktust voru fluttir á sjúkrahús í Bangkok í Taílandi. Annar þeirra lést. AP/Sakchai Lalit Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. Að minnsta kosti fimm hafa látist af völdum eitrunarinnar en talið er að einstaklingarnir hafi neytt áfengis sem meðal annars var gert úr tréspíra. Nokkrir virðast hafa verið handteknir í tengslum við málið en starfsmenn Nana gistiheimilisins staðfestu að eigandinn og framkvæmdastjórinn væru þeirra á meðal. Tvær stúlkur frá Ástralíu sem urðu fyrir eitruninni dvöldu á gistiheimilinu. Önnur þeirra er látin og hin þungt haldin. Yfirvöld í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum hafa gefið út ferðaviðvörun vegna málsins en ekki er vitað hversu umfangsmikið það er. Einn Bandaríkjamaður er meðal látnu, auk áströlsku stúlkunnar, tveggja Dana og 28 ára breskrar konu. Afar litlar upplýsingar hafa fengist um málið og rannsókn þess og utanríkisráðuneyti Laos neitað að tjá sig. Sjúkrahúsið þar sem sjúklingar eru taldir hafa fengið meðferð vísaði á bæjaryfirvöld í Vang Vieng, sem einnig hafa neitað að tjá sig. Guardian hefur eftir Neil Farmiloe, eiganda veitingastaðarins Kiwi Kitchen, að margir viðskiptavina hans séu uggandi vegna málsins en eins og fyrr segir er algjörlega óvíst hversu umfangsmikið það kann að vera. Vitað er að Ástralirnir tveir höfðu verið á djamminu áður en þeir veiktust og meðal annars þegið ókeypis skot af innlendum vodka ásamt öðrum gestum Nana gistiheimilisins. Laos Áfengi og tóbak Danmörk Bandaríkin Ástralía Taíland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Að minnsta kosti fimm hafa látist af völdum eitrunarinnar en talið er að einstaklingarnir hafi neytt áfengis sem meðal annars var gert úr tréspíra. Nokkrir virðast hafa verið handteknir í tengslum við málið en starfsmenn Nana gistiheimilisins staðfestu að eigandinn og framkvæmdastjórinn væru þeirra á meðal. Tvær stúlkur frá Ástralíu sem urðu fyrir eitruninni dvöldu á gistiheimilinu. Önnur þeirra er látin og hin þungt haldin. Yfirvöld í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum hafa gefið út ferðaviðvörun vegna málsins en ekki er vitað hversu umfangsmikið það er. Einn Bandaríkjamaður er meðal látnu, auk áströlsku stúlkunnar, tveggja Dana og 28 ára breskrar konu. Afar litlar upplýsingar hafa fengist um málið og rannsókn þess og utanríkisráðuneyti Laos neitað að tjá sig. Sjúkrahúsið þar sem sjúklingar eru taldir hafa fengið meðferð vísaði á bæjaryfirvöld í Vang Vieng, sem einnig hafa neitað að tjá sig. Guardian hefur eftir Neil Farmiloe, eiganda veitingastaðarins Kiwi Kitchen, að margir viðskiptavina hans séu uggandi vegna málsins en eins og fyrr segir er algjörlega óvíst hversu umfangsmikið það kann að vera. Vitað er að Ástralirnir tveir höfðu verið á djamminu áður en þeir veiktust og meðal annars þegið ókeypis skot af innlendum vodka ásamt öðrum gestum Nana gistiheimilisins.
Laos Áfengi og tóbak Danmörk Bandaríkin Ástralía Taíland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira