Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2024 16:37 Jón Ármann vill koma gögnum til lögreglunnar en hann telur ekki vert að það verði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem taki við rannsókn málsins, þeir væru þá í og með að rannsaka sjálfa sig. vísir Jón Ármann Steinsson útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni segir málið enn í hnút. Hann ætlar að sofa á því yfir helgina hvað sé hægt að gera. „Leiðin okkar sem er opin, sem ferill fyrir málið, virðist Keflavík. En það finnst mér röng staðsetning því mér finnst að skipunin og ábyrgðin eigi að koma ofar en frá lögreglu þar,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi. Jón Ármann telur sig vita hvernig í pottinn er búið með þetta dularfulla mál sem hefur reynst íslensku samfélagi afar erfitt svo ekki sé meira sagt. Ný bók um málið er komin út en lokakaflinn er óprentaður. Þar er gátan leyst en þau gögn vill Jón Ármann afhenda lögreglu. En því fer fjarri að vandinn sé þar með leystur því hver innan lögreglunnar á að taka við gögnunum? „Ríkissaksóknari er vanhæfur að eigin sögn, hún Sigríður J. Friðjónsdóttir, vegna fjölskyldutengsla við Örn Höskuldsson sem stýrði rannsókninni á sínum tíma.“ Þetta er í kringum 1975 þegar málið var til rannsóknar í Reykjavík, ári eftir að lögreglan í Keflavík skilaði af sér gögnunum. Jón Ármann var að tala við lögregluna núna. „Hún tjáir mér að opin leið fyrir mig sé að fara með málið til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Og að hann rannsaki þetta. Mér finnst ekki eðlilegt að lögreglan sé alltaf að rannsaka sjálfa sig og eigin gerðir.“ Jón Ármann segir lögregluna skulda þjóðinni það að farið sé í saumana á málinu, þar sé meðal annars undir réttarmorð yfir saklausu fólki. En hver á þá að taka við gögnunum? „Ég get ekki leggja þetta í hendurnar á Keflavíkurlögreglunni, einhvers staðar ofar hlýtur að vera svarið, ég vil að ábyrgðin liggi ofar. Ég vantreysti þeim tillögum sem liggja fyrir núna. Skrítið að það skuli ekki vera nema sú leið opin að leggja þetta í hendurnar á sama embættinu og klúðraði málinu á sínum tíma.“ Jón Ármann segist nú ætla að taka sér tíma og hugsa málin yfir helgina. „Og finna út úr því í samráði við okkar lögmenn hvernig þetta mál fái réttláta og eðlilega meðferð.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
„Leiðin okkar sem er opin, sem ferill fyrir málið, virðist Keflavík. En það finnst mér röng staðsetning því mér finnst að skipunin og ábyrgðin eigi að koma ofar en frá lögreglu þar,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi. Jón Ármann telur sig vita hvernig í pottinn er búið með þetta dularfulla mál sem hefur reynst íslensku samfélagi afar erfitt svo ekki sé meira sagt. Ný bók um málið er komin út en lokakaflinn er óprentaður. Þar er gátan leyst en þau gögn vill Jón Ármann afhenda lögreglu. En því fer fjarri að vandinn sé þar með leystur því hver innan lögreglunnar á að taka við gögnunum? „Ríkissaksóknari er vanhæfur að eigin sögn, hún Sigríður J. Friðjónsdóttir, vegna fjölskyldutengsla við Örn Höskuldsson sem stýrði rannsókninni á sínum tíma.“ Þetta er í kringum 1975 þegar málið var til rannsóknar í Reykjavík, ári eftir að lögreglan í Keflavík skilaði af sér gögnunum. Jón Ármann var að tala við lögregluna núna. „Hún tjáir mér að opin leið fyrir mig sé að fara með málið til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Og að hann rannsaki þetta. Mér finnst ekki eðlilegt að lögreglan sé alltaf að rannsaka sjálfa sig og eigin gerðir.“ Jón Ármann segir lögregluna skulda þjóðinni það að farið sé í saumana á málinu, þar sé meðal annars undir réttarmorð yfir saklausu fólki. En hver á þá að taka við gögnunum? „Ég get ekki leggja þetta í hendurnar á Keflavíkurlögreglunni, einhvers staðar ofar hlýtur að vera svarið, ég vil að ábyrgðin liggi ofar. Ég vantreysti þeim tillögum sem liggja fyrir núna. Skrítið að það skuli ekki vera nema sú leið opin að leggja þetta í hendurnar á sama embættinu og klúðraði málinu á sínum tíma.“ Jón Ármann segist nú ætla að taka sér tíma og hugsa málin yfir helgina. „Og finna út úr því í samráði við okkar lögmenn hvernig þetta mál fái réttláta og eðlilega meðferð.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira