Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 15:54 Jón Atli Benediktsson rektor HÍ og Einar Þorsteinsson borgarstjóri við undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag. Kristinn Ingvarsson Borgarstjóri og rektor Háskóla Íslands skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu sem felur í sér uppbyggingu fullburða vísindaseturs opnu almenningi í Háskólabíói. Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands segir að jafnframt sé búið að mynda starfshóp sem komi til með að gera mögulega áætlun um uppbyggingu Vísindaheima, gera tillögur um hvaða starfsemi fari fram í setrinu, leita til samstarfsaðila og gera drög að rekstrarlíkani. Auk áætlunar um mögulegan kostnað við hvern áfanga, bæði varðandi breytingar á húsnæði og uppbyggingu tækjabúnaðar. „Byggt verður á góðri reynslu af Vísindasmiðju Háskóla Íslands, sem hefur tekið á móti um 36 þúsund grunnskólanemum, auk hópa framhaldsskólanema og leikskólabarna frá því hún var opnuð í Háskólabíói í mars 2012,“ segir í fréttatilkynningu. „Reynsla síðustu 12 ára hefur sýnt að mikil þörf og áhugi er fyrir gagnvirku, lifandi vísindasetri,“ segir í viljayfirlýsingunni. Sena sagði upp leigusamningi sínum við Háskólabíó síðasta vor eftir 62 ára rekstur. Síðan þá hefur kvikmyndahúsið ekki verið starfrækt. Ekki liggur fyrir hvort hluti húsakynna kvikmyndahússins verði notuð undir fyrirhugað vísindasetur. „Mér finnst afar mikilvægt að efla aðstöðu fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem hægt er að fræðast um undraheima vísindanna og njóta samveru. Erlendis sjáum við víða afar glæsileg vísindasöfn sem þjóna bæði almenningi og skólum borganna. Við settum okkur það markmið í upphafi kjörtímabilsins að stjórna borginni útfrá hagsmunum barna – og það að búa til framtíðarsýn fyrir vísindasetur er klárlega í þeim anda,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningunni. „Ég fagna samstarfi við Reykjavíkurborg um þetta mikilvæga verkefni. Við vinnum ötullega að því að efla áhuga á vísindum og erlendar fyrirmyndir hafa sýnt að verkefni eins og Vísindaheimar skipta þar miklu máli. Hér byggjum við á grunni öflugra samfélagsverkefna sem HÍ heldur úti og kemur að, þ.á m. Vísindasmiðjunnar, Háskóla unga fólksins, Vísindavefsins, LEGO-keppninnar og Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Við hlökkum til að vinna að því að gera öfluga Vísindaheima að veruleika,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands segir að jafnframt sé búið að mynda starfshóp sem komi til með að gera mögulega áætlun um uppbyggingu Vísindaheima, gera tillögur um hvaða starfsemi fari fram í setrinu, leita til samstarfsaðila og gera drög að rekstrarlíkani. Auk áætlunar um mögulegan kostnað við hvern áfanga, bæði varðandi breytingar á húsnæði og uppbyggingu tækjabúnaðar. „Byggt verður á góðri reynslu af Vísindasmiðju Háskóla Íslands, sem hefur tekið á móti um 36 þúsund grunnskólanemum, auk hópa framhaldsskólanema og leikskólabarna frá því hún var opnuð í Háskólabíói í mars 2012,“ segir í fréttatilkynningu. „Reynsla síðustu 12 ára hefur sýnt að mikil þörf og áhugi er fyrir gagnvirku, lifandi vísindasetri,“ segir í viljayfirlýsingunni. Sena sagði upp leigusamningi sínum við Háskólabíó síðasta vor eftir 62 ára rekstur. Síðan þá hefur kvikmyndahúsið ekki verið starfrækt. Ekki liggur fyrir hvort hluti húsakynna kvikmyndahússins verði notuð undir fyrirhugað vísindasetur. „Mér finnst afar mikilvægt að efla aðstöðu fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem hægt er að fræðast um undraheima vísindanna og njóta samveru. Erlendis sjáum við víða afar glæsileg vísindasöfn sem þjóna bæði almenningi og skólum borganna. Við settum okkur það markmið í upphafi kjörtímabilsins að stjórna borginni útfrá hagsmunum barna – og það að búa til framtíðarsýn fyrir vísindasetur er klárlega í þeim anda,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningunni. „Ég fagna samstarfi við Reykjavíkurborg um þetta mikilvæga verkefni. Við vinnum ötullega að því að efla áhuga á vísindum og erlendar fyrirmyndir hafa sýnt að verkefni eins og Vísindaheimar skipta þar miklu máli. Hér byggjum við á grunni öflugra samfélagsverkefna sem HÍ heldur úti og kemur að, þ.á m. Vísindasmiðjunnar, Háskóla unga fólksins, Vísindavefsins, LEGO-keppninnar og Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Við hlökkum til að vinna að því að gera öfluga Vísindaheima að veruleika,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands.
Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum