Erlent

Svía­konungur lenti í á­rekstri

Atli Ísleifsson skrifar
Karl Gústaf er nú á leið til Norður-Svíþjóðar.
Karl Gústaf er nú á leið til Norður-Svíþjóðar. Vísir/AFP

Keyrt var á bíl Karls Gústafs Svíakonungs þegar hann var á leið út á flugvöllinn í Bromma, sem er í úthverfi Stokkhólms.

Keyrt var á bifreið Karls Gústafs á Nockeby-brúnni, en nokkrar skemmdir urðu á bílnum. Konungurinn slasaðist ekki í árekstrinum.

„Annar bíll keyrði á okkur eftir að þeim var ekið yfir á okkar akrein. Konungurinn er ómeiddur og við höldum nú áfram för okkar til Skellefteå samkvæmt áætlun,“ segir Annika Sönnerberg, upplýsingafulltrúi hofsins sem var með konungnum í bílnum þegar slysið átti sér stað.

Sönnerberg segist samtali við Expressen ekki vita hvort einhver annar hafi slasast í árekstrinum. „Ég þekki ekki til þess. Konungurinn skipti um bíl og hélt svo för sinni áfram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×