Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. september 2014 19:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum og hvalaskoðun. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi um þá gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið. Sjá má viðtal við Bjarna og umfjöllun Stöðvar 2 með því að smella á myndskeið með frétt. Hörð gagnrýni kom fram á tekjuöflunarfrumvarp fjárlaga sem fjármálaráðherra mælti fyrir um í dag. Hækkun almenna virðisaukaskattþrepsins, sem er m.a. skattur á matvæli, úr 7 prósentum í 12 prósent er ennþá heitasta deiluefnið eftir að ASÍ birti könnun sem sýndi að tekjulágir hópar nota miklu stærri hluta ráðstöfunartekna sinna í matarinnkaup en þeir tekjuhærri. Hefur þetta þannig verið túlkað sem bein skattahækkun á þá tekjuminni af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ekkert breyst frá bloggi Sigmundar Davíðs „Það hefur ekkert breyst frá því að hæstvirtur forsætisráðherra sagði á sínum tíma að hækkun matarskatts kæmi langverst við tekjulægstu hópana. Ekkert sem hæstvirtur fjármálaráðherra sagði og ekkert í þessari vanburðugu greinargerð breytir því. Hæstvirtur fjármálaráðherra sagði að engir útreikningar hefðu komið fram sem breyta grundvelli þessa frumvarps. Hvað segir hæstvirtur ráðherra þá um könnun ASÍ sem sýnir að tekjulægstu hóparnir eru að eyða tvöfalt heyrra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í mat heldur en tekjuhæstu hóparnir,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. „Ótrúleg svik við kjósendur“ Helgi Hjörvar flokksbróðir Össurar setti hækkun matarskattsins í samhengi við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. „Á móti þessari litlu fimm prósenta lækkun á skuldum heimilanna, milljón á hvert heimili, skuli þeir ætla að hækka mat í landinu um fimm prósent. Það, virðulegi forseti, eru ótrúleg svik við kjósendur.“ Í tekjuöflunarfrumvarpi fjárlaga er undanþágum frá skattskyldu í virðisaukaskatti fækkað og fólksflutningar í afþreyingarskyni verða gerðir skattskyldir í lægra skattþrepi og bera 12 prósent virðisaukaskatt. Hins vegar mun heilsutengd ferðaþjónusta sem er á mörkum afþreyingar áfram vera undanþegin þessum skatti.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænnaBláa lónið varla „hefðbundin sundlaug“Þingmenn stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt ósanngirnina sem í þessu felst. Eins og Steingrímur J. Sigfússon sem velti því fyrir sér hvers vegna Bláa lónið gæti enn selt þjónustu sína án virðisaukaskatts. „Það má nefna hlut eins og Bláa lónið sem verður áfram án virðisaukaskatts. Er það ekki afþreying til ferðamanna? Ekki er það hefðbundin sundlaug. Eða þjónusta við veiðimenn, þjónusta og leiðsögn við veiðimenn á veiðihótelum. Ég hef ansi mikinn grun um að það sé selt án virðisaukaskatts sem veiðileyfi,“ sagði Steingrímur. „Hvers vegna er ekki gengið lengra í einföldun og í að ryðja burt undanþágum? Hér var nefnd laxveiði og baðþjónusta fyrir ferðamenn í atvinnuskyni,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum og hvalaskoðun. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi um þá gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið. Sjá má viðtal við Bjarna og umfjöllun Stöðvar 2 með því að smella á myndskeið með frétt. Hörð gagnrýni kom fram á tekjuöflunarfrumvarp fjárlaga sem fjármálaráðherra mælti fyrir um í dag. Hækkun almenna virðisaukaskattþrepsins, sem er m.a. skattur á matvæli, úr 7 prósentum í 12 prósent er ennþá heitasta deiluefnið eftir að ASÍ birti könnun sem sýndi að tekjulágir hópar nota miklu stærri hluta ráðstöfunartekna sinna í matarinnkaup en þeir tekjuhærri. Hefur þetta þannig verið túlkað sem bein skattahækkun á þá tekjuminni af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ekkert breyst frá bloggi Sigmundar Davíðs „Það hefur ekkert breyst frá því að hæstvirtur forsætisráðherra sagði á sínum tíma að hækkun matarskatts kæmi langverst við tekjulægstu hópana. Ekkert sem hæstvirtur fjármálaráðherra sagði og ekkert í þessari vanburðugu greinargerð breytir því. Hæstvirtur fjármálaráðherra sagði að engir útreikningar hefðu komið fram sem breyta grundvelli þessa frumvarps. Hvað segir hæstvirtur ráðherra þá um könnun ASÍ sem sýnir að tekjulægstu hóparnir eru að eyða tvöfalt heyrra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í mat heldur en tekjuhæstu hóparnir,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. „Ótrúleg svik við kjósendur“ Helgi Hjörvar flokksbróðir Össurar setti hækkun matarskattsins í samhengi við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. „Á móti þessari litlu fimm prósenta lækkun á skuldum heimilanna, milljón á hvert heimili, skuli þeir ætla að hækka mat í landinu um fimm prósent. Það, virðulegi forseti, eru ótrúleg svik við kjósendur.“ Í tekjuöflunarfrumvarpi fjárlaga er undanþágum frá skattskyldu í virðisaukaskatti fækkað og fólksflutningar í afþreyingarskyni verða gerðir skattskyldir í lægra skattþrepi og bera 12 prósent virðisaukaskatt. Hins vegar mun heilsutengd ferðaþjónusta sem er á mörkum afþreyingar áfram vera undanþegin þessum skatti.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænnaBláa lónið varla „hefðbundin sundlaug“Þingmenn stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt ósanngirnina sem í þessu felst. Eins og Steingrímur J. Sigfússon sem velti því fyrir sér hvers vegna Bláa lónið gæti enn selt þjónustu sína án virðisaukaskatts. „Það má nefna hlut eins og Bláa lónið sem verður áfram án virðisaukaskatts. Er það ekki afþreying til ferðamanna? Ekki er það hefðbundin sundlaug. Eða þjónusta við veiðimenn, þjónusta og leiðsögn við veiðimenn á veiðihótelum. Ég hef ansi mikinn grun um að það sé selt án virðisaukaskatts sem veiðileyfi,“ sagði Steingrímur. „Hvers vegna er ekki gengið lengra í einföldun og í að ryðja burt undanþágum? Hér var nefnd laxveiði og baðþjónusta fyrir ferðamenn í atvinnuskyni,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira