Formaður stjórnarskrárnefndar hættir störfum Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 20:02 Fráfarandi formaður stjórnarskrárnefndar telur ólíklegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili enda sé ekki þörf á að gera miklar breytingar á henni. Þó megi hugsanlega setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana og skýra ákvæði um embætti forseta Íslands. Stjórnarskrármálið reyndist ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur erfitt. Þó var komist að samkomulagi á lokametrum í líftíma þeirrar stjórnar að setja á stofn nýja stjórnarskrárnefnd sem enn er að störfum, en nú hefur Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður nefndarinnar ákveðið að láta af störfum. „Ég hef bara svo margt annað að gera. Mér fannst þarna komið að tímamörkum. Við höfum skilað skýrslu og þá séu svona hæfileg skil og þetta er allt í góðu,“ segir Sigurður. Sigurður telur ekki miklar líkur á að núverandi stjórnarmeirihluti beiti sér fyrir miklum breytingum á stjórnarskrá og sjálfur er hann talsmaður þess að breyta sem minnstu. „Vegna þess að ég tel að stjórnarskrár eigi almennt að vera stöðugar. Þess vegna séu tíðar breytingar óheppilegar fyrir allt stjórnarfar í landinu. Þarna lít ég oft til stjórnarskrár Noregs sem er frá 1814 og ekki síður til stjórnarskrár Bandaríkjanna sem er frá 1783. Auðvitað hefur þeim verið breytt en stofninn er óbreyttur,“ segir lögspekingurinn. Hins vegar þýði það ekki að ekki megi endurskoða einstök ákvæði stjórnarskrárinnar eða gera við hana viðauka eins og Bandaríkjamenn hafi gert hjá sér.Til dæmis varðandi framsal valds til erlendra stofnana?„Já, já. Það er nauðsynlegt. Það hafa Norðmenn gert og ég tel nauðsynlegt að setja slíkt ákvæði. Setja einhvern ramma utanum það, að menn geti ekki alveg haft það eins og þeim sýnist. Þá er leiðin einfaldlega sú að semja nýtt ákvæði sem viðauka við stjórnarskrána,“ segir Sigurður. Þá þurfi einnig að huga að ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta Íslands sem séu fjarri öllum raunveruleika í dag.Við höfum haft atkvæðamikinn forseta eins og þú orðar það. Ef við hefðum annan forseta sem yrði jafnvel enn atkvæðameiri gæti hann túlkað stjórnarskrána svolítið vítt?„Já, hann gæti það. Hann gæti efnt til eða komið af stað vandamálum. Efnt til vandræða ef hann væri of atkvæðamikill en ég er ekki að segja að núverandi forseti hafi gert neitt slíkt svo ég viti til,“ segir Sigurður Líndal. Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Fráfarandi formaður stjórnarskrárnefndar telur ólíklegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili enda sé ekki þörf á að gera miklar breytingar á henni. Þó megi hugsanlega setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana og skýra ákvæði um embætti forseta Íslands. Stjórnarskrármálið reyndist ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur erfitt. Þó var komist að samkomulagi á lokametrum í líftíma þeirrar stjórnar að setja á stofn nýja stjórnarskrárnefnd sem enn er að störfum, en nú hefur Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður nefndarinnar ákveðið að láta af störfum. „Ég hef bara svo margt annað að gera. Mér fannst þarna komið að tímamörkum. Við höfum skilað skýrslu og þá séu svona hæfileg skil og þetta er allt í góðu,“ segir Sigurður. Sigurður telur ekki miklar líkur á að núverandi stjórnarmeirihluti beiti sér fyrir miklum breytingum á stjórnarskrá og sjálfur er hann talsmaður þess að breyta sem minnstu. „Vegna þess að ég tel að stjórnarskrár eigi almennt að vera stöðugar. Þess vegna séu tíðar breytingar óheppilegar fyrir allt stjórnarfar í landinu. Þarna lít ég oft til stjórnarskrár Noregs sem er frá 1814 og ekki síður til stjórnarskrár Bandaríkjanna sem er frá 1783. Auðvitað hefur þeim verið breytt en stofninn er óbreyttur,“ segir lögspekingurinn. Hins vegar þýði það ekki að ekki megi endurskoða einstök ákvæði stjórnarskrárinnar eða gera við hana viðauka eins og Bandaríkjamenn hafi gert hjá sér.Til dæmis varðandi framsal valds til erlendra stofnana?„Já, já. Það er nauðsynlegt. Það hafa Norðmenn gert og ég tel nauðsynlegt að setja slíkt ákvæði. Setja einhvern ramma utanum það, að menn geti ekki alveg haft það eins og þeim sýnist. Þá er leiðin einfaldlega sú að semja nýtt ákvæði sem viðauka við stjórnarskrána,“ segir Sigurður. Þá þurfi einnig að huga að ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta Íslands sem séu fjarri öllum raunveruleika í dag.Við höfum haft atkvæðamikinn forseta eins og þú orðar það. Ef við hefðum annan forseta sem yrði jafnvel enn atkvæðameiri gæti hann túlkað stjórnarskrána svolítið vítt?„Já, hann gæti það. Hann gæti efnt til eða komið af stað vandamálum. Efnt til vandræða ef hann væri of atkvæðamikill en ég er ekki að segja að núverandi forseti hafi gert neitt slíkt svo ég viti til,“ segir Sigurður Líndal.
Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira