Sport

Ravens hafði betur í nágrannaslag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Steve Smith, útherji Baltimore Ravens reynir að ná sendingu Joe Flacco.
Steve Smith, útherji Baltimore Ravens reynir að ná sendingu Joe Flacco. Vísir/Getty
Þrátt fyrir að neikvæð umfjöllun hafi einkennt liðið í vikunni komst Baltimore Ravens aftur á sigurbraut í gær með 26-6 sigri á nágrönnum sínum í Pittsburgh Steelers í fyrsta leik 2. umferðar NFL-deildarinnar.

Mikið hefur verið rætt og ritað um fyrrverandi leikmann Ravens, Ray Rice, undanfarna daga eftir að myndband af honum þar sem hann rotar núverandi eiginkonu sína lak á netið. Ravens leysti hann undan samningi á dögunum en Rice var gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins.

Varnarlína Ravens lék vel í leiknum og náði að halda Ben Roethlisberger, leikstjórnanda Pittsburgh í skefjum allan leikinn. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore Ravens átti hinsvegar góðan leik en tvær sendingar hans gáfu snertimark, báðar til innherjans Owen Daniels.

Með sigrinum kemst Baltimore Ravens í 1-1 eftir tap í fyrstu umferð gegn Cincinnati Bengals og jafnar með því árangur Pittsburgh á árinu sem sigraði Jacksonville Jaguars í fyrstu umferð.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×