„Björgunarsveitirnar á landinu hafa ekki fengið nein útköll vegna óveðursins,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi.
Búist er við hvassviðri eða stormi næstu daga og talsverðri úrkomu á S-til á landinu. Víða verða hvassir vindstrengir við fjöll í dag og afleitt ferðaveður á hálendinu. Dregur úr vindi í kvöld, en hvessir aftur á morgun, einkum V-lands.
„Vil mælum einfaldalega með því að fólk gangi vel frá lausum munum við húsnæði sín. Þá er verið að tala um sumarhúsgögn, trampólín og öðru að slíkum toga.“
Ólöf segir einnig nauðsynlegt að hreinsa vel til frá niðurföllum þar sem úrkoman er mikil á landinu.
„Fólk á síðan ekki að vera ferðinni á þeim stöðum sem búið er að vara við eins og á Kjalarnesinu og undir Hafnarfjalli.“
Búast má við allt að 40-50 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli, 30-40 m/s, á Kjalarnesi og á Reykjanesbraut. Einnig bylgjótt á Snæfellsnesi frá Grundarfirði og út fyrir Enni.
Hafa ekki fengið nein útköll vegna óveðursins

Tengdar fréttir

Stormurinn nær hámarki skömmu fyrir hádegi
SA-stormur gengur austur yfir landið í dag. Mest verður veðurhæðin vestanlands og þar nær vindstyrkur hámarki skömmu fyrir hádegi, en eftir hádegi tekur veðrið að ganga niður.

Stormur um allt land
Veðurstofan og Almannavarnir vara við að vindhraði getið farið allt upp í 50 metra á sekúndu á þekktum vindasvæðum á Suður- og Vesturlandi í dag, en að mjög hvasst verði líka annarsstaðar á landinu og mikil rigning suðaustanlands.