Lilleström setur launaþak - Pálmi Rafn tók á sig lækkun fyrir tímabilið Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2014 00:00 Pálmi Rafn Pálmason hefur verið hjá Lilleström síðan 2011. mynd/lsk.no Fjárhagsstaða norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström hefur verið slæm undanfarin misseri, en yfirmenn félagsins hafa nú ákveðið að setja á launaþak. Enginn leikmaður mun fá greidd hærri laun en 850.000 norskar krónur á ári sem gerir 16 milljónir íslenskra, eða 1,3 milljónir króna á mánuði. Einu undantekningarnar verða ef utanaðkomandi aðilar sem styrkja félagið vilja greiða einhverjum ákveðnum leikmanni eða leikmönnum sjálfir meira en þessar 16 milljónir króna. Frá þessu er greint á vef TV2. Ljóst er að margir leikmanna liðsins þurfa að taka á sig verulega launalækkun í vetur, en það er ekkert nýtt þar á bæ. „Við erum búnir að taka á okkur eina launalækkun í ár sem gerðist fyrir tímabilið. Það var bara til þess að hjálpa félaginu að komast í gegnum árið. Það var neyð þannig við lækkuðum launin okkar; leikmenn og þjálfarar. Svo voru margir sem unnu á skrifstofunni reknir. Þannig er staðan,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Lilleström, í samtali við Vísi. Pálmi Rafn gekk í raðir Lilleström frá Stabæk árið 2011, en hann fór í atvinnumennsku eftir að leika með Val, KA og uppeldisfélagi sínu Völsungi hér heima. „Við vorum fjórir að renna út á samningi og okkur var sagt að það þyrfti að lækka launakostnað og í framhaldi að setja þetta launaþak. Við gerðum okkur alveg grein fyrir því hvernig staðan er,“ segir Pálmi.Lilleström hefur ekki gengið betur í mörg ár þrátt fyrir vandamálin með fjárhaginn.mynd/lsk.noSamkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins á launahæstu íþróttamönnum Íslands fyrir árið 2012 sem birtist í byrjun árs 2012 er Pálmi Rafn með 28 milljónir króna í árslaun, eða 2,3 milljónir á mánuði. Sé fótur fyrir því verður nýr samningur Pálma Rafns, ákveði hann að halda áfram hjá Lilleström, að minnsta kosti um tólf milljónum króna lægri. Hann er samningslaus í lok tímabilsins. Ekki er þó byrjað að greiða samkvæmt launaþakinu núna. „Minn samningur er bara eins og hann var þegar ég samdi 2011 fyrir utan þessa smá lækkun fyrir tímabilið. En ég veit að ég fæ ekki jafnháan samning verði ég áfram,“ segir Pálmi Rafn við Vísi, en kemur þá til greina að vera áfram hjá félaginu? „Ég veit það ekki. Ég var nú bara að ræða við menn í gær og þá sögðu þeir að þeir vildu halda mér. Það yrði samt á öðruvísi samningi, en þeir gátu ekki gefið mér neinar nákvæmar tölur. Ég skoða bara það sem mér býðst eftir tímabilið og svo sé ég til.“ Eftir nokkur döpur tímabil hefur Lilleström gengið mjög vel í ár, en liðið er í fjórða sæti með 40 stig eftir 24 umferðir af 30. Það hefur ekki hafnað ofar en níunda sæti undanfarin fjögur ár. „Þetta er besta árið hjá Lilleström í mörg ár. Eftir að ég kom hefur þetta verið erfitt. Það var nánast keypt nýtt lið þegar ég kom og nú erum við loks að spila okkur saman, enda höfum við verið saman lengi. Við erum bara mjög góðir þegar við spilum okkar besta bolta,“ segir Pálmi Rafn, en hvernig er að æfa og spila við þessar aðstæður þegar félagið hefur sífelldar áhyggjur af peningamálum? „Þetta er auðvitað leiðinlegt. Það er enginn sem vill lenda í þessu. Þetta var samt enn leiðinlegra fyrir fólkið sem missti vinnuna. Við héldum allavega okkar störfum. Við höfum bara komið sterkari út úr þessu held ég. Það er ekki yfir neinu að kvarta svo sem.“ Pálmi Rafn fagnar launaþakinu og segir tíma til kominn að menn fari að hugsa skynsamlega. „Það er löngu kominn tími á að menn fari að hafa stjórn á fjárhagnum; það sé ekki verið að taka eitt ár í einu og vonast eftir hinu og þessu og svo fer allt í fokk,“ segir Pálmi Rafn Pálmason. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Fjárhagsstaða norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström hefur verið slæm undanfarin misseri, en yfirmenn félagsins hafa nú ákveðið að setja á launaþak. Enginn leikmaður mun fá greidd hærri laun en 850.000 norskar krónur á ári sem gerir 16 milljónir íslenskra, eða 1,3 milljónir króna á mánuði. Einu undantekningarnar verða ef utanaðkomandi aðilar sem styrkja félagið vilja greiða einhverjum ákveðnum leikmanni eða leikmönnum sjálfir meira en þessar 16 milljónir króna. Frá þessu er greint á vef TV2. Ljóst er að margir leikmanna liðsins þurfa að taka á sig verulega launalækkun í vetur, en það er ekkert nýtt þar á bæ. „Við erum búnir að taka á okkur eina launalækkun í ár sem gerðist fyrir tímabilið. Það var bara til þess að hjálpa félaginu að komast í gegnum árið. Það var neyð þannig við lækkuðum launin okkar; leikmenn og þjálfarar. Svo voru margir sem unnu á skrifstofunni reknir. Þannig er staðan,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Lilleström, í samtali við Vísi. Pálmi Rafn gekk í raðir Lilleström frá Stabæk árið 2011, en hann fór í atvinnumennsku eftir að leika með Val, KA og uppeldisfélagi sínu Völsungi hér heima. „Við vorum fjórir að renna út á samningi og okkur var sagt að það þyrfti að lækka launakostnað og í framhaldi að setja þetta launaþak. Við gerðum okkur alveg grein fyrir því hvernig staðan er,“ segir Pálmi.Lilleström hefur ekki gengið betur í mörg ár þrátt fyrir vandamálin með fjárhaginn.mynd/lsk.noSamkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins á launahæstu íþróttamönnum Íslands fyrir árið 2012 sem birtist í byrjun árs 2012 er Pálmi Rafn með 28 milljónir króna í árslaun, eða 2,3 milljónir á mánuði. Sé fótur fyrir því verður nýr samningur Pálma Rafns, ákveði hann að halda áfram hjá Lilleström, að minnsta kosti um tólf milljónum króna lægri. Hann er samningslaus í lok tímabilsins. Ekki er þó byrjað að greiða samkvæmt launaþakinu núna. „Minn samningur er bara eins og hann var þegar ég samdi 2011 fyrir utan þessa smá lækkun fyrir tímabilið. En ég veit að ég fæ ekki jafnháan samning verði ég áfram,“ segir Pálmi Rafn við Vísi, en kemur þá til greina að vera áfram hjá félaginu? „Ég veit það ekki. Ég var nú bara að ræða við menn í gær og þá sögðu þeir að þeir vildu halda mér. Það yrði samt á öðruvísi samningi, en þeir gátu ekki gefið mér neinar nákvæmar tölur. Ég skoða bara það sem mér býðst eftir tímabilið og svo sé ég til.“ Eftir nokkur döpur tímabil hefur Lilleström gengið mjög vel í ár, en liðið er í fjórða sæti með 40 stig eftir 24 umferðir af 30. Það hefur ekki hafnað ofar en níunda sæti undanfarin fjögur ár. „Þetta er besta árið hjá Lilleström í mörg ár. Eftir að ég kom hefur þetta verið erfitt. Það var nánast keypt nýtt lið þegar ég kom og nú erum við loks að spila okkur saman, enda höfum við verið saman lengi. Við erum bara mjög góðir þegar við spilum okkar besta bolta,“ segir Pálmi Rafn, en hvernig er að æfa og spila við þessar aðstæður þegar félagið hefur sífelldar áhyggjur af peningamálum? „Þetta er auðvitað leiðinlegt. Það er enginn sem vill lenda í þessu. Þetta var samt enn leiðinlegra fyrir fólkið sem missti vinnuna. Við héldum allavega okkar störfum. Við höfum bara komið sterkari út úr þessu held ég. Það er ekki yfir neinu að kvarta svo sem.“ Pálmi Rafn fagnar launaþakinu og segir tíma til kominn að menn fari að hugsa skynsamlega. „Það er löngu kominn tími á að menn fari að hafa stjórn á fjárhagnum; það sé ekki verið að taka eitt ár í einu og vonast eftir hinu og þessu og svo fer allt í fokk,“ segir Pálmi Rafn Pálmason.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira