Wozniacki gleymdi ávísun upp á 173 milljónir króna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2014 21:45 Vísir/Getty Hin danska Caroline Wozniacki hefur náð frábærum árangri á sínum tennisferli en segir að peningar séu ekki í aðalhlutverki hjá sér. Það kom greinilega í ljós þegar hún gleymdi að sækja ávísun upp á 1,45 milljónir Bandaríkjadala, um 173 milljónir króna, eftir að hún tapaði úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins á dögunum. Eftir úrslitaleikinn, sem Serena Williams vann, ræddi hún við fjölmiðla, tók saman föggur sínar og hélt heim á leið. Um hálftíma síðar sneri hún aftur. „Ég gleymdi ávísuninni minni,“ sagði hún. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um hana sem birtist í Wall Street Journal í vikunni. Þar kemur fram að það séu ekki peningar sem skipti hana mestu máli. Þrátt fyrir það er hún með auglýsingasamning við risafyrirtæki eins og Adidas og Rolex. Hún þénar árlega um tíu milljónir dollara (1,2 milljarð króna) á þeim. „Ég vil standa mig vel fyrir sjálfa mig og stuðningsaðila mína. En ég finn ekki fyrir neinni pressu því ég er ekki að spila fyrir peningana.“ „Ég á nóg til að kaupa mér mat og fína skó. Mikilvægast finnst mér að spila tennis og vinna mót. Peningarnir eru mér ekki hvatning.“ Í umfjöllun Wall Street Journal er fjallað um feril hennar í löngu máli, ástarsamband hennar við kylfinginn Rory McIlroy og þá staðreynd að hún talar átta tungumál. Tennis Tengdar fréttir Liverpool FC hjálpar Wozniacki í gegnum ástarsorgina Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki situr eftir með sárt ennið eftir að Rory McIlroy sagði henni upp á dögunum en parið ætlaði að gifta sig í sumar. 22. maí 2014 23:00 McIlroy og Wozniacki slitu trúlofuninni Boðskortin fóru í póst núna um helgina. 21. maí 2014 09:40 Serena vann bestu vinkonu sína og jafnaði við Navratilovu Átjándi risatitillinn hjá þessari mögnuðu tenniskonu vannst í New York í kvöld. 7. september 2014 22:20 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Hin danska Caroline Wozniacki hefur náð frábærum árangri á sínum tennisferli en segir að peningar séu ekki í aðalhlutverki hjá sér. Það kom greinilega í ljós þegar hún gleymdi að sækja ávísun upp á 1,45 milljónir Bandaríkjadala, um 173 milljónir króna, eftir að hún tapaði úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins á dögunum. Eftir úrslitaleikinn, sem Serena Williams vann, ræddi hún við fjölmiðla, tók saman föggur sínar og hélt heim á leið. Um hálftíma síðar sneri hún aftur. „Ég gleymdi ávísuninni minni,“ sagði hún. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um hana sem birtist í Wall Street Journal í vikunni. Þar kemur fram að það séu ekki peningar sem skipti hana mestu máli. Þrátt fyrir það er hún með auglýsingasamning við risafyrirtæki eins og Adidas og Rolex. Hún þénar árlega um tíu milljónir dollara (1,2 milljarð króna) á þeim. „Ég vil standa mig vel fyrir sjálfa mig og stuðningsaðila mína. En ég finn ekki fyrir neinni pressu því ég er ekki að spila fyrir peningana.“ „Ég á nóg til að kaupa mér mat og fína skó. Mikilvægast finnst mér að spila tennis og vinna mót. Peningarnir eru mér ekki hvatning.“ Í umfjöllun Wall Street Journal er fjallað um feril hennar í löngu máli, ástarsamband hennar við kylfinginn Rory McIlroy og þá staðreynd að hún talar átta tungumál.
Tennis Tengdar fréttir Liverpool FC hjálpar Wozniacki í gegnum ástarsorgina Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki situr eftir með sárt ennið eftir að Rory McIlroy sagði henni upp á dögunum en parið ætlaði að gifta sig í sumar. 22. maí 2014 23:00 McIlroy og Wozniacki slitu trúlofuninni Boðskortin fóru í póst núna um helgina. 21. maí 2014 09:40 Serena vann bestu vinkonu sína og jafnaði við Navratilovu Átjándi risatitillinn hjá þessari mögnuðu tenniskonu vannst í New York í kvöld. 7. september 2014 22:20 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Liverpool FC hjálpar Wozniacki í gegnum ástarsorgina Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki situr eftir með sárt ennið eftir að Rory McIlroy sagði henni upp á dögunum en parið ætlaði að gifta sig í sumar. 22. maí 2014 23:00
Serena vann bestu vinkonu sína og jafnaði við Navratilovu Átjándi risatitillinn hjá þessari mögnuðu tenniskonu vannst í New York í kvöld. 7. september 2014 22:20